Fréttir

Selfyssingar sóttu tvö stig norður (myndir)

KA tók á móti Íslandsmeisturum Selfoss í Olís deild karla á laugardaginn. KA liðið hafði tapað báðum leikjum sínum eftir áramót og voru strákarnir staðráðnir í að koma sér á sigurbrautina gegn sterku liði gestanna

KA/Þór steinlá gegn toppliðinu (myndir)

KA/Þór tók á móti Fram í Olís deild kvenna í handbolta á laugardaginn. Fyrirfram var vitað að verkefni dagsins væri ansi erfitt en Fram er á toppi deildarinnar og hefur án nokkurs vafa verið besta lið landsins í vetur

Handboltaveisla í KA-Heimilinu í dag

Það er heldur betur veisla í KA-Heimilinu í dag en bæði karlalið KA og kvennalið KA/Þórs leika heimaleik í dag. Stelpurnar ríða á vaðið gegn toppliði Fram klukkan 14:30 og strákarnir taka svo við klukkan 17:00 þegar Íslandsmeistarar Selfoss mæta í heimsókn

Fyrirliðarnir kljást fyrir leiki helgarinnar

Fyrirliðarnir í handboltanum þau Andri Snær Stefánsson og Martha Hermannsdóttir skoruðu á hvort annað í sláarkeppni í tilefni handboltatvíhöfðans í KA-Heimilinu á laugardaginn. KA/Þór tekur á móti Fram kl. 14:30 og KA tekur á móti Selfoss kl. 17:00

KA/Þór af öryggi í undanúrslitin

KA/Þór sótti ÍR heim í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikars kvenna í handbolta í kvöld. Fyrirfram var nokkur pressa á stelpunum enda deild ofar og höfðu ÍR-ingar því engu að tapa og mættu til leiks af miklum krafti

Undanúrslit bikarsins í húfi

KA/Þór sækir ÍR heim í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta klukkan 19:00 í dag. Stelpurnar eru staðráðnar í að tryggja sér sæti í undanúrslitunum og hvetjum við alla sem geta til að mæta á leikinn mikilvæga

KA/Þór rótburstaði Aftureldingu (myndir)

KA/Þór lék sinn fyrsta heimaleik á árinu um helgina er liðið tók á móti Aftureldingu í Olís deild kvenna. Stelpurnar eru staðráðnar í að næla sér í sæti í úrslitakeppninni í vor en höfðu tapað síðustu fjórum leikjum sínum og þurftu því nauðsynlega að finna taktinn á ný og sækja tvö stig

HK sótti tvö stig norður (myndir)

KA tók á móti HK í Olís deild karla um helgina en þetta var fyrsti heimaleikur KA liðsins eftir jólafríið. Fyrir leikinn var KA í 9. sæti deildarinnar með 11 stig en gestirnir voru á botninum með 2 stig og þurftu nauðsynlega á sigri að halda til að halda lífi í sínum vonum um áframhaldandi veru í deild þeirra bestu

Fyrstu heimaleikir KA og KA/Þórs eftir jólafrí

Það er sannkölluð handboltaveisla á laugardaginn í KA-Heimilinu þegar KA og KA/Þór leika sína fyrstu heimaleiki eftir jólafrí. Stelpurnar hefja leikinn klukkan 16:00 þegar þær taka á móti Aftureldingu og strákarnir taka svo við klukkan 18:00 í leik gegn HK

Stebbi og Jonni sjá um næstu framsögu

Föstudagsframsagan hefur slegið í gegn hjá okkur og er röðin nú komin að þeim Stefáni Árnasyni og Jónatan Magnússyni þjálfarapari KA í handbolta. Þeir félagar munu fara vel yfir stöðuna hjá liðinu og það sem framundan er í hádeginu á föstudaginn