05.01.2020
Hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins fer fram öðru sinni helgina 11.-12. janúar en þar æfa strákar og stelpur fædd 2006 undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar og Rakelar Dögg Bragadóttur en þar fá leikmenn smjörþefinn af því hvernig yngri landslið HSÍ æfa hverju sinni
03.01.2020
Rétt eins og undanfarin ár verður unglingaráð KA í handbolta með sérhæfðar tækniæfingar í boði fyrir metnaðarfulla iðkendur sína. Áhersla er lögð á einstaklingsfærni svo sem skottækni, gabbhreyfingar og sendingartækni. Þetta er fjórða árið sem þessar æfingar eru í boði og hefur verið mikil ánægja með þessa viðbót í starfið
29.12.2019
Arnór Ísak Haddsson lék með U-18 ára landsliði Íslands í handbolta sem tók þátt í Sparkassen Cup í Þýskalandi. Mótið hófst föstudaginn 27. desember og lauk í dag með undanúrslitum og leikjum um sæti. Strákarnir gerðu sér lítið fyrir og komust alla leiðina í úrslitaleikinn þar sem þeir mættu Þjóðverjum
28.12.2019
Alfreð Gíslason var í kvöld á hófi Íþróttamanns ársins útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ. Alfreð er nítjándi einstaklingurinn sem ÍSÍ útnefnir í höllina. Alfreð lék 190 leiki fyrir íslenska landsliðið í handbolta og skoraði í þeim 542 mörk
27.12.2019
Á öðrum degi jóla rifjuðu fyrrum handboltaleikmenn úr KA upp takta sína en þessi skemmtilega hefð hefur haldist undanfarin ár. Engin breyting var á því í ár og eru stelpurnar einnig komnar í gang en þær héldu sinn jólabolta í þriðja skiptið í röð
23.12.2019
Rakel Sara Elvarsdóttir leikmaður KA/Þórs tók þátt í Respect Your Talent Camp á vegum Evrópska Handknattleikssambandsins dagana 14.-16. desember. Þarna komu saman nokkrar af efnilegustu handboltastúlkum Evrópu. Rakel Sara var önnur af tveimur frá Íslandi en Ásdís Þóra Ágústsdóttir úr Val var einnig í hópnum
19.12.2019
Jólaæfing handknattleiksdeildar KA fór fram í gær í KA-Heimilinu og var að vanda mikil gleði á svæðinu. Leikmenn KA og KA/Þórs litu við á svæðið og léku við krakkana áður en jólasveinar komu færandi hendi. Mætingin á æfinguna var til fyrirmyndar en um 150 krakkar skemmtu sér og fjölmargir foreldrar skemmtu sér konunglega
16.12.2019
Um helgina voru tilkynntir æfingahópar hjá yngri landsliðum Íslands í handbolta. KA og KA/Þór eiga fulltrúa í öllum landsliðshópunum en samtals voru 7 fulltrúar úr okkar röðum valdir í landsliðsverkefnin
16.12.2019
KA tók á móti Fjölni í gær í síðustu umferð Olís deildar karla fyrir jólafrí. Þarna var um sannkallaðan fjögurra stiga leik að ræða en með sigri gat KA haldið sér í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og á sama tíma komið sér sex stigum frá fallsæti
15.12.2019
KA tekur á móti Fjölni í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta fyrir jólafrí í dag klukkan 17:00. Það má með sanni segja að leikurinn sé skólabókardæmi um fjögurra stiga leik en fyrir leikinn er KA liðið með 9 stig í 8.-9. sæti en Fjölnismenn eru í fallsæti með 5 stig