08.03.2020
Strákarnir á yngra ári í 4. flokki léku í dag til úrslita í Coca-Cola bikarnum er þeir mættu FH í Laugardalshöllinni. Búist var við hörkuleik enda bæði lið í toppbaráttu í efstu deild í flokknum og má með sanni segja að andrúmsloftið í Höllinni hafi verið afar skemmtilegt
07.03.2020
KA/Þór lék í fyrsta skipti til úrslita í Coca-Cola bikarnum í dag er liðið mætti Fram. Fyrirfram var vitað að verkefnið yrði gríðarlega erfitt enda hefur Fram verið besta lið landsins í vetur og vann afar sannfærandi sigur á Val í sínum undanúrslitaleik
07.03.2020
Stelpurnar í 3. flokki KA/Þórs léku til úrslita í Coca-Cola bikarnum í gær er þær mættu gríðarlega sterku liði Vals. KA/Þór hafði farið ansi erfiða leið í úrslitaleikinn og höfðu slegið út Fram og HK en lentu á vegg gegn taplausu liði Vals
05.03.2020
KA/Þór er komið í úrslitaleik Coca-Cola bikarsins eftir hádramatískan karakterssigur á Haukum 22-21 í Laugardalshöllinni í gær. Stelpurnar eru þar með komnar í sjálfan úrslitaleikinn í fyrsta skiptið í sögunni og mæta þar Fram á laugardaginn klukkan 13:30
05.03.2020
Með sigri KA/Þórs á Haukum í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í gær varð ljóst að bikarveisla helgarinnar varð enn pakkaðri hjá KA og KA/Þór. Það er nefnilega nóg framundan í Laugardalshöllinni og ljóst að handboltaunnendur að norðan þurfa heldur betur að koma sér suður
04.03.2020
KA/Þór leikur til úrslita í Coca-Cola bikar kvenna á laugardaginn klukkan 13:30 í Laugardalshöllinni. Þetta verður fyrsti bikarúrslitaleikur í sögu KA/Þórs og ljóst að við þurfum öll að mæta og styðja stelpurnar til sigurs í þessum sögulega leik
03.03.2020
Stuðningsmannalag KA/Þórs er orðið að veruleika! Í tilefni af bikarævintýri stelpnanna samdi Elvar Jónsteinsson lagið Sigurinn Heim! Rúnar Eff syngur og Ármann Einarsson í Tónræktinni sá um undirspil sem og upptöku á laginu
02.03.2020
Miðasalan á undanúrslitaleik KA/Þórs og Hauka í Coca-Cola bikar kvenna í handbolta er í fullum gangi. Liðin mætast miðvikudaginn 4. mars klukkan 18:00 í Laugardalshöllinni og við ætlum að styðja stelpurnar okkar áfram í úrslitaleikinn
28.02.2020
Færeyingarnir knáu þeir Áki Egilsnes og Allan Norðberg skrifuðu í dag undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild KA og leika því áfram með Olísdeildarliði KA. Þetta eru frábærar fréttir enda leika þeir stórt hlutverk í liðinu auk þess sem þeir eru frábærir félagsmenn
27.02.2020
Bikarúrslitahelgin í handboltanum er framundan og KA/Þór þarf á þínum stuðning að halda! Stelpurnar mæta Haukum miðvikudaginn 4. mars klukkan 18:00 í undanúrslitunum og við ætlum að styðja þær áfram í úrslitaleikinn