Fréttir

Sigþór Gunnar framlengir um tvö ár

Sigþór Gunnar Jónsson framlengdi í dag samning sinn við Handknattleiksdeild KA um tvö ár. Þetta eru miklar gleðifregnir enda er Sigþór öflugur leikmaður sem hefur átt mikinn þátt í uppbyggingu KA undanfarin ár þrátt fyrir að vera einungis 21 árs gamall

6 frá KA og KA/Þór í hæfileikamótun HSÍ

Hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins fer fram helgina 16. - 17. maí næstkomandi en þar æfa strákar og stelpur fædd 2006 undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar og Rakelar Dögg Bragadóttur og fá þar smjörþefinn af því hvernig yngri landslið HSÍ æfa hverju sinni

Ólafur Gústafsson og Rut Jónsdóttir mæta norður!

Handknattleikslið KA og KA/Þórs fengu mikinn styrk í dag þegar Ólafur Gústafsson og Rut Arnfjörð Jónsdóttir skrifuðu undir tveggja ára samning við liðin. Mikill hugur er í báðum liðum fyrir komandi vetur og ljóst að koma þessara tveggja landsliðsmanna mun skipta sköpum í þeirri baráttu

Jóhann Geir til liðs við KA

Jóhann Geir Sævarsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild KA. Jóhann sem er 21 árs gengur til liðs við KA frá Þór og leikur í vinstra horni. Fyrr í dag skrifaði hægri hornamaðurinn Árni Bragi Eyjólfsson undir hjá liðinu og verður KA því vel skipað í hornunum í vetur

Árni Bragi til liðs við KA

Handknattleiksdeild KA fékk í dag góðan liðsstyrk þegar Árni Bragi Eyjólfsson skrifaði undir tveggja ára samning. Árni Bragi er 25 ára hægri hornamaður sem einnig getur leikið í hægri skyttu gengur til liðs við KA frá danska úrvalsdeildarliðinu KIF Kolding

Hörkuleikur KA og Vals árið 1998

Handknattleiksdeild KA þakkar kærlega fyrir frábæran stuðning í styrktarleik KA og KA/Þór sem hefur verið í gangi að undanförnu. Þökk sé þessari frábæru þátttöku birtum við nú hörkuleik KA og Vals í úrslitakeppninni 1998 í lýsingu Gunnars Níelssonar (Gunna Nella)

Dagur Gautason til liðs við Stjörnuna

Dagur Gautason hefur gengið til liðs við Stjörnuna og leikur því í Garðabænum næsta handboltavetur. Dagur sem er tvítugur að aldri er uppalinn hjá KA og er einn efnilegasti handboltamaður landsins en hann er fastamaður í unglingalandsliði Íslands og var valinn efnilegasti leikmaður Olís deildarinnar á síðasta vetri

Nicholas Satchwell til liðs við KA

Handknattleiksdeild KA hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir næsta vetur með komu markvarðarins Nicholas Satchwell. Satchwell sem er fæddur árið 1991 er landsliðsmarkvörður Færeyja og tekið virkan þátt í þeim mikla uppgangi hjá liðinu undanfarin ár

Breytingar á þjálfarateymi KA í handbolta

Jónatan Magnússon verður aðalþjálfari handknattleiksliðs KA næsta vetur og honum til aðstoðar verður Sverre Andreas Jakobsson. Í vetur hafa þeir Jónatan og Stefán Árnason stýrt liðinu saman en Stefán stígur nú til hliðar. Jonni verður áfram yfirþjálfari yngriflokka KA meðfram þjálfun meistaraflokks

Tvö skemmtileg stemningsmyndbönd í handboltanum

Það hefur heldur betur verið líf og fjör í kringum karlalið KA í handbolta eftir að strákarnir fóru aftur að leika undir merkjum KA veturinn 2017-2018. Egill Bjarni Friðjónsson býður hér upp á tvö skemmtileg myndbönd sem sýna frá tveimur mikilvægum sigrum liðsins