Fréttir

KA vann leikinn mikilvæga (myndaveislur)

KA tók á móti Fjölni í gær í síðustu umferð Olís deildar karla fyrir jólafrí. Þarna var um sannkallaðan fjögurra stiga leik að ræða en með sigri gat KA haldið sér í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og á sama tíma komið sér sex stigum frá fallsæti

Allt undir í lokaleiknum fyrir jól í dag

KA tekur á móti Fjölni í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta fyrir jólafrí í dag klukkan 17:00. Það má með sanni segja að leikurinn sé skólabókardæmi um fjögurra stiga leik en fyrir leikinn er KA liðið með 9 stig í 8.-9. sæti en Fjölnismenn eru í fallsæti með 5 stig

Vinningshafar í happdrætti handknattleiksdeildar

Dregið var í happdrætti handknattleiksdeildar KA og KA/Þór á Sýslumanni á Akureyri í dag. Hér má sjá vinningsnúmerin. Vinninganna má vitja í KA-heimilinu á morgun, föstudag eftir kl. 13:00 og svo aftur á mánudaginn og alla næstu viku

Arnór Ísak í U18 sem fer á Sparkassen Cup

Arnór Ísak Haddsson leikmaður KA hefur verið valinn í lokahóp U18 ára landsliðs Íslands í handbolta sem fer á Sparkassen Cup í Þýskalandi milli jóla og nýárs. Þjálfarar liðsins eru þeir Heimir Ríkarðsson og Guðmundur Helgi Pálsson

Æfingar handknattleiksdeildar falla niður í dag

Æfingar yngriflokka KA í handbolta falla niður í dag vegna veðurs. Þetta er gert til þess að takmarka áhættuna þegar að færð spillist í bænum. Þá sérstaklega með þá flokka sem eru háðir rútu og skutli. Við biðjum ykkur vinsamlegast um að koma skilaboðunum áleiðis

Myndaveisla frá lokaleik KA/Þórs fyrir jól

KA/Þór tók á móti Haukum í síðustu umferð Olís deildar kvenna fyrir jólafrí. Það má með sanni segja að þetta hafi verið fjögurra stiga leikur en fyrir leikinn voru stelpurnar í 4.-5. sæti deildarinnar með 10 stig en Haukar voru sæti neðar með 7 stig og því ansi mikið undir fyrir bæði lið

Tap gegn toppliðinu eftir hörkuleik

KA sótti topplið Hauka heim í 13. umferð Olís deildar karla í gær en fyrir leikinn voru Haukar enn taplausir og ljóst að KA biði ansi erfitt verkefni. Fyrri leikur liðanna í vetur var þó hörkuspennandi og klárt mál að strákarnir gætu með góðum leik tekið öll stigin

KA sækir topplið Hauka heim í dag

Það er ansi krefjandi verkefni framundan hjá KA í Olís deild karla í dag þegar strákarnir sækja topplið Hauka heim að Ásvöllum. Leikurinn er liður í 13. umferð deildarinnar en fyrir leikinn eru Haukar enn taplausir á toppnum en KA er á sama tíma í 8. sætinu

Síðasti leikur KA/Þór fyrir jól er á morgun

KA/Þór tekur á móti Haukum í lokaumferð Olís deildar kvenna í handbolta fyrir jól á morgun, laugardag, klukkan 16:00. Fyrir leikinn eru stelpurnar í 4.-5. sæti deildarinnar ásamt HK með 10 stig en Haukar eru sæti neðar með 7 stig og því ansi mikilvæg stig í húfi fyrir bæði lið

Hagkaup og unglingaráð KA og KA/Þórs gera 3 ára samning

Hagkaup og unglingaráð KA og KA/Þórs í handbolta hafa gert með sér 3 ára styrktarsamning. Mikill uppgangur hefur verið í handboltastarfinu undanfarin ár og ljóst að þessi samningur mun hjálpa mikið í að halda áfram þeirri vegferð