Fréttir

Slakur sóknarleikur kostaði tap gegn Val

KA sótti Val heim í gærkvöldi í Olís deild karla en bæði lið komu með mikið sjálfstraust inn í leikinn enda bæði taplaus í síðustu þremur leikjum. Vegna Evrópuævintýris hjá Val var leiknum flýtt en bæði lið léku á sunnudaginn og því stutt á milli leikja

KA sækir Val heim í kvöld

Það er skammt stórra högga á milli í handboltanum þessa dagana. KA vann frækinn heimasigur á FH á sunnudaginn og í dag sækja strákarnir sterkt lið Vals heim klukkan 19:30. Fyrir leikinn eru liðin jöfn ásamt ÍBV í 6.-8. sæti með 9 stig og má reikna með hörkuleik

Myndbandssyrpa frá glæsisigri KA á FH

KA gleðin var allsráðandi á sunnudaginn þegar KA vann frækinn 31-27 sigur á FH í KA-Heimilinu. KA leiddi allan leikinn og stemningin í KA-Heimilinu var vægast sagt stórkostleg. Sigrinum var svo að sjálfsögðu vel fagnað í leikslok!

Myndaveislur frá heimasigri KA á FH

KA vann frábæran 31-27 heimasigur á FH í gær í Olís deild karla. KA leiddi leikinn frá upphafi og var sigurinn í raun ansi sannfærandi. Stemningin í KA-Heimilinu var stórkostleg og ljóst að fá lið standast liðinu snúning þegar bæði strákarnir sem og stuðningsmenn KA eru í slíkum ham

Frábær heimasigur á FH staðreynd

KA tók á móti FH í Olís deild karla í dag en fyrir leikinn voru FH-ingar í toppbaráttunni með 11 stig og höfðu ekki tapað síðustu fimm leikjum sínum. KA liðið var hinsvegar enn í leit að fyrsta heimasigri sínum í vetur og má með sanni segja að strákarnir hafi verið staðráðnir í að sækja hann í dag

Mikilvægur heimaleikur gegn FH á sunnudag

Það eru ansi mikilvæg 2 stig í húfi þegar KA tekur á móti FH í Olís deild karla á sunnudaginn klukkan 17:00. Strákarnir hafa verið að sækja mikilvæg stig í síðustu leikjum en þurfa að halda áfram stigasöfnun sinni og þá sérstaklega á heimavelli

Helga og Rakel í U18 og Hildur í U16

KA/Þór á þrjá fulltrúa í U16 og U18 ára landsliðshópum Íslands í handbolta sem munu æfa dagana 22.-24. nóvember næstkomandi. Helga María Viðarsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir voru valdar í U18 ára landsliðið og Hildur Lilja Jónsdóttir var valin í U16 ára hópinn

Fram skellti KA/Þór í Safamýrinni

KA/Þór sótti ógnarsterkt lið Fram heim í dag í Olís deild kvenna. Leikurinn var fyrsti leikurinn í annarri umferð deildarinnar en fyrir leikinn var Fram í 2. sæti með 12 stig en KA/Þór í 4. sæti með 8 stig. Fyrirfram var búist við ansi erfiðu verkefni og það varð svo sannarlega raunin

Myndaveisla frá hörkuleik Þórs og KA U

Ungmennalið KA sótti Þórsara heim í Höllina í Grill 66 deild karla í gærkvöldi í alvöru bæjarslag. Þórsarar sem ætla sér uppúr deildinni voru taplausir fyrir leikinn en á sama tíma hafði hið unga KA lið sýnt flotta takta það sem af var vetri og var því búist við hörkuleik

KA/Þór sækir Fram heim í dag

Það er heldur betur krefjandi verkefni framundan hjá KA/Þór í dag þegar liðið sækir Fram heim klukkan 14:00. Framarar hafa gríðarlega sterku liði á að skipa en stelpurnar okkar hafa unnið síðustu þrjá leiki sína og mæta því fullar sjálfstrausts í leikinn