08.08.2024
Handknattleikslið KA hefur borist góður liðsstyrkur fyrir komandi átök en Marcus Rättel hefur skrifað undir samning hjá félaginu. Marcus er 19 ára gamall örvhentur leikmaður sem kemur frá Eistlandi
07.08.2024
Handboltaveislan hefst á morgun, fimmtudag, þegar KA og Þór mætast í opnunarleik Opna Norðlenska mótsins. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og berjast liðin um sæti í úrslitaleik mótsins. Á föstudaginn mætast svo HK og Selfoss klukkan 18:00 í hinum undanúrslitaleik mótsins
06.08.2024
Susanne Denise Pettersen hefur skrifað undir tveggja ára samning við kvennalið KA/Þórs. Susanne sem er 27 ára gömul vinstri skytta mun styrkja okkar unga og metnaðarfulla lið en hún kemur til liðs við KA/Þór frá norska liðinu Pors
03.08.2024
Á morgun, sunnudag, fer fram hið glæsilega strandhandboltamót sem KA/Þór stendur fyrir og er hluti af fjölskylduhátíðinni Ein með Öllu. Keppt er í þremur flokkum og ljóst að mikil eftirvænting er fyrir þessu skemmtilega móti
25.06.2024
Telma Lísa Elmarsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og er nú samningsbundin félaginu út tímabilið 2025-2026. Þetta eru afar jákvæðar fréttir enda Telma sterk skytta sem og öflugur varnarmaður sem er uppalin hjá KA/Þór
18.06.2024
Handknattleiksdeild KA/Þórs í samvinnu við EINNI MEÐ ÖLLU verður með strandhandboltamót í Kjarnaskógi um verslunarmannahelgina. Mótið hefur slegið í gegn undanfarin ár og síðast komust færri að en vildu. Því er um að gera að skrá sig sem allra fyrst
12.06.2024
Anna Þyrí Halldórsdóttir skrifaði í dag undir nýjan samning við KA/Þór og leikur hún því áfram með liðinu á komandi handboltavetri. Þetta eru gífurlega jákvæðar fréttir enda hefur Anna Þyrí sýnt sig og sannað sem einn besti línumaður og varnarmaður Olísdeildarinnar undanfarin ár
07.06.2024
Jóhann Geir Sævarsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er hann nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2025-2026
05.06.2024
Andri Snær Stefánsson verður aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla á næsta handboltavetri og kemur þar með inn í teymið hjá Halldóri Stefáni Haraldssyni aðalþjálfara liðsins. Það er klárt að það er gríðarlega sterkt að fá jafn reynslumikinn mann eins og Andra inn í þjálfarateymi meistaraflokks
05.06.2024
Sif Hallgrímsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við KA/Þór og leikur því áfram með liðinu á næstu leiktíð. Sif sem er 18 ára gömul er ákaflega efnilegur markvörður sem hefur verið viðloðin yngrilandslið Íslands