23.03.2024
Dagur Árni Heimisson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2025-2026. Það eru frábærar fréttir að Dagur Árni hafi skrifaði undir nýjan samning enda einn allra efnilegasti handboltamaður landsins
20.03.2024
Arnór Ísak Haddsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn út tímabilið 2025-2026. Eru þetta afar jákvæðar fréttir en Arnór sem er 21 árs gamall leikstjórnandi er uppalinn hjá KA og má með sanni segja að hann lifi fyrir KA
19.03.2024
Bjarni Ófeigur Valdimarsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild KA og ljóst að gríðarlegur liðsstyrkur er væntanlegur fyrir komandi tímabil. Bjarni sem er 25 ára gamall leikur í vinstri skyttu og er auk þess afar öflugur varnarmaður
14.03.2024
Jónatan Magnússon tekur við þjálfun KA/Þór á næsta tímabili. Örnu Valgerði Erlingsdóttur eru þökkuðvel unnin störf.
11.03.2024
Magnús Dagur Jónatansson skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við handknattleiksdeild KA. Eru þetta afar jákvæðar fréttir en Magnús sem er 17 ára gamall er einn efnilegasti leikmaður landsins og nú þegar kominn í stórt hlutverk í meistaraflokksliði KA
07.03.2024
Skemmtilegasta helgin í íslenskum handbolta er framundan þegar úrslitaleikir í Powerade bikarnum fara fram í Laugardalshöllinni. Það myndast ávallt afar skemmtileg stemning í Höllinni þessa helgina en einstaklega skemmtilegt er að úrslitaleikir í öllum aldursflokkum fara fram í sömu umgjörð
05.03.2024
Handknattleiksdeild KA stóð fyrir hinu árlega softball móti um helgina og má með sanni segja að mótið hafi heppnast stórkostlega. Fjölmörg lið skráðu sig til leiks á þetta stórskemmtilega mót og sáust magnaðir taktar á vellinum
29.02.2024
Handknattleiksdeild KA verður með frábæran meistaraskóla fyrir öfluga stráka og stelpur um páskana. Krakkar í 4. til 7. flokks geta skráð sig í skólann sem fer fram dagana 25.-27. mars (mánudag til miðvikudags)
28.02.2024
Í dag, 28. febrúar, er heldur betur merkisdagur í sögu okkar KA-manna en fyrir 20 árum síðan hampaði KA sínum þriðja Bikarmeistaratitli í handbolta karla. KA mætti Fram í úrslitaleiknum fyrir framan algula Laugardalshöll en stuðningsmenn KA voru í miklum meirihluta
26.02.2024
Ott Varik, leikmaður KA og töframaður í hægra horninu, ætlar að vera með pop-up æfingu í KA-Heimilinu á þriðjudaginn frá klukkan 18:00 til 19:00. Þetta er tilvalin aukaæfing fyrir öfluga handboltakrakka til að bæta sig og frábært tækifæri til að læra af Ott