06.01.2025
Tinna Valgerður Gísladóttir skrifaði í dag undir lánssamning við KA/Þór og leikur því með liðinu út þetta tímabil. Tinna er strax orðin lögleg með KA/Þór og getur því leikið með liðinu í leiknum gegn Fram-2 í Lambhagahöllinni kl. 18:15 í kvöld
20.12.2024
Yngri landslið Íslands í handbolta koma saman til æfinga þessa dagana og eiga KA og KA/Þór sex fulltrúa í hópunum. Auk þess eru þeir Jens Bragi Bergþórsson og Magnús Dagur Jónatansson í eldlínunni með U19 ára landsliði karla sem undirbýr sig fyrir Sparkassen Cup milli jóla og nýárs
17.12.2024
Búið er að draga í árlegu jólahappadrætti KA og KA/Þór !
Hægt er að nálgast vinningana eftir hádegi á morgun, 18.des í KA-heimilinu! Hægt verður að nálgast vinningana til 20.des og síðan aftur í janúar
11.12.2024
KA á tvo fulltrúa í lokahóp U19 ára landsliðs Íslands í handbolta sem tekur þátt á Sparkassen Cup sem fer fram í Þýskalandi dagana 26.-30. desember. Þetta eru þeir Jens Bragi Bergþórsson og Magnús Dagur Jónatansson en báðir hafa þeir átt fast sæti í liðinu undanfarin ár
02.12.2024
Handknattleikslið KA og KA/Þórs standa fyrir veglegu jólahappdrætti og fer sala á miðum fram hjá leikmönnum og stjórnarmönnum liðanna. Alls eru 94 vinningar í boði og er heildarverðmæti vinninganna 1.941.216 krónur
02.11.2024
Handknattleiksdeild KA vill koma því á framfæri að vel athuguðu máli sem og eftir samtöl við málsmetandi aðila innan handknattleikshreyfingarinnar og skoðun á lögum og reglum HSÍ er talið ljóst að mistök hafi verið gerð í lok leiks KA og Stjörnunnar fimmtudagskvöldið 31. október sl. er varðar meðhöndlun á því þegar þjálfari KA hugðist taka leikhlé á lokamínútu leiksins
16.10.2024
Halldór Stefán Haraldsson verður fjarri góðu gamni með KA á morgun sökum veikinda!
26.09.2024
Handboltaleikjaskóli KA fyrir hressa krakka fædd 2019 til 2022 fer af stað sunnudaginn 29. september næstkomandi. Viðtökurnar hafa verið frábærar og hefur heldur betur verið gaman að fylgjast með krökkunum kynnast handbolta á skemmtilegan hátt.
18.09.2024
KA og KA/Þór standa fyrir handboltaakademíu fyrir öfluga stráka og stelpur en þar verður einstaklingsmiðuð handknattleiksþjálfun, fyrirlestrar og fræðsla um allt sem kemur að þjálfun og öðrum þáttum sem eru mikilvægir fyrir íþróttafólk
13.09.2024
Handknattleiksdeild KA verður með sérstakar markmannsæfingar fyrir metnaðarfulla stráka og stelpur á þriðjudögum í vetur. Svavar Ingi Sigmundsson yfirþjálfari deildarinnar mun sjá um æfingarnar sem verða klukkan 6:20 á þriðjudagsmorgnum