12.08.2023
Það styttist í að handboltinn fari að rúlla og leikur KA tvo æfingaleiki við Víking um helgina. Liðin mætast klukkan 14:00 í KA-Heimilinu á laugardeginum og svo aftur kl. 15:00 í Höllinni á sunnudaginn
30.07.2023
KA á sex fulltrúa í U17 ára landsliði Íslands í handbolta sem hefur staðið sig frábærlega í sumar en íslenska liðið endaði í 5. sæti bæði á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Slóveníu sem og á Opna Evrópumótinu sem fram fór í Svíþjóð
11.06.2023
KA/Þór á þrjá fulltrúa í lokahóf U17 ára landsliðs Íslands í handbolta sem tekur þátt á EM í Svartfjallalandi 2.-14. ágúst í sumar. Þetta eru þær Bergrós Ásta Guðmundsdóttir, Lydía Gunnþórsdóttir og Sif Hallgrímsdóttir og óskum við þeim innilega til hamingju með valið
09.06.2023
Telma Lísa Elmarsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og er nú samningsbundin félaginu út tímabilið 2024-2025. Þetta eru afar jákvæðar fréttir enda Telma sterk skytta sem og öflugur varnarmaður sem er uppalin hjá KA/Þór
08.06.2023
Aron Daði Stefánsson hefur skrifað undir sinn fyrsta meistaraflokkssamning við handknattleiksdeild KA. Aron Daði sem er 16 ára gamall er gríðarlega efnilegur og spennandi leikmaður sem er að koma uppúr yngriflokkum félagsins en samningurinn gildir út tímabilið 2024-2025
07.06.2023
Dagur Árni Heimisson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn út tímabilið 2024-2025. Dagur Árni sem er enn aðeins 16 ára gamall spilaði stórt hlutverk í meistaraflokksliði KA á nýliðnum vetri og er einn af efnilegustu leikmönnum landsins
03.06.2023
Logi Gautason skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2024-2025. Logi sem spilar í vinstra horni er á átjánda ári og er gríðarlega spennandi leikmaður sem steig sín fyrstu skref í meistaraflokk í vetur
02.06.2023
Óskar Þórarinsson skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2024-2025. Óskar sem er aðeins 17 ára er gríðarlega efnilegur markvörður sem er að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokk
30.05.2023
Handknattleiksdeild KA barst í dag ansi góður liðsstyrkur fyrir komandi tímabil þegar þeir Nicolai Horntvedt Kristensen og Ott Varik skrifuðu undir samning við félagið
26.05.2023
Matea Lonac skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og er nú samningsbundin liðinu út tímabilið 2024-2025. Þetta eru algjörlega frábærar fréttir enda hefur Matea verið einn allra besti markvörður Olísdeildarinnar undanfarin ár og var valin besti leikmaður KA/Þórs á nýliðnum vetri