Fréttir

Handboltatímabilið hefst á morgun | KA/Þór mætir ÍBV og Arna Valgerður ætlar að ná því besta útúr leikmönnum

Handboltatímabilið hjá stelpunum í KA/Þór hefst á morgun þegar þær taka á móti ÍBV í KA-heimilinu. Arna Valgerður Erlingsdóttir stýrir liðinu í fyrsta sinn sem aðalþjálfari og er hún spennt fyrir komandi tímabili. Hún svaraði nokkrum spurningum fyrir KA.is að því tilefni

Rakel Sara snýr aftur í KA/Þór!

Rakel Sara Elvarsdóttir er snúin aftur heim í KA/Þór og tekur því slaginn með liðinu í vetur. Þetta eru stórkostlegar fréttir en Rakel er einn besti hægri hornamaður landsins og klárt að endurkoma hennar mun styrkja lið okkar gríðarlega fyrir átök vetrarins

Handboltaleikjaskólinn hefst á sunnudaginn

Hinn sívinsæli handboltaleikjaskóli hefst á sunnudaginn í Naustaskóla fyrir krakka á leikskólaaldri. Sjá nánar með því að smella á fréttina

Ársmiðasalan er hafin í Stubb!

Handboltaveturinn hefst með látum á laugardaginn þegar KA og KA/Þór hefja leik í Olísdeildunum. Strákarnir sækja Selfyssinga heim en stelpurnar okkar eiga heimaleik á móti ÍBV. Sérstakt kynningarkvöld verður í KA-Heimilinu kl. 20:00 í kvöld og hvetjum við alla sem geta til að mæta

3 dagar í fyrsta leik | Patrekur Stefánsson: Samheldni og leikgleði mun koma okkur langt í vetur

Það eru aðeins þrír dagar í að KA hefji leik í Olís-deild karla. KA leikur gegn Selfossi, á Selfossi á laugardaginn kemur. Það er mikil tilhlökkun fyrir komandi vetri hjá karlaliðinu okkar og af því tilefni fékk heimasíðan Patrek Stefánsson til að svara nokkrum spurningum

4 dagar í fyrsta leik | Anna Þyrí svarar hraðaspurningum

Anna Þyrí Halldórsdóttir leikmaður KA/Þórs er spennt fyrir komandi tímabili. Það eru aðeins fjórir dagar í það að KA/Þór taki á móti ÍBV á heimavelli laugardaginn 9. september kl. 13:00

Kynningarkvöld handboltans á miðvikudaginn

Kynningarkvöld handknattleiksdeildar KA verður í KA-Heimilinu á miðvikudaginn 6. september kl. 20:00. Það er spennandi handboltavetur framundan og eina vitið að koma sér í gírinn fyrir handboltaveislu vetrarins

Patti framlengir við KA um tvö ár

Patrekur Stefánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2024-2025. Eru þetta afar góðar fregnir enda Patti lykilmaður í KA-liðinu og verið það undanfarin ár

Kristín Aðalheiður framlengir um tvö ár

Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og leikur því með áfram með liðinu. Þetta eru frábærar fréttir en Kristín er uppalin hjá KA/Þór og afar mikilvægur hlekkur í okkar öfluga liði

Styrktarmót handknattleiksdeildar KA 2. sept

Hið árlega styrktarmót handknattleiksdeildar KA verður haldið laugardaginn 2. september en leikið verður á Jaðarsvelli. Í fyrra mættu 136 kylfingar til leiks og var mikið fjör á vellinum