29.02.2024
Handknattleiksdeild KA verður með frábæran meistaraskóla fyrir öfluga stráka og stelpur um páskana. Krakkar í 4. til 7. flokks geta skráð sig í skólann sem fer fram dagana 25.-27. mars (mánudag til miðvikudags)
28.02.2024
Í dag, 28. febrúar, er heldur betur merkisdagur í sögu okkar KA-manna en fyrir 20 árum síðan hampaði KA sínum þriðja Bikarmeistaratitli í handbolta karla. KA mætti Fram í úrslitaleiknum fyrir framan algula Laugardalshöll en stuðningsmenn KA voru í miklum meirihluta
26.02.2024
Ott Varik, leikmaður KA og töframaður í hægra horninu, ætlar að vera með pop-up æfingu í KA-Heimilinu á þriðjudaginn frá klukkan 18:00 til 19:00. Þetta er tilvalin aukaæfing fyrir öfluga handboltakrakka til að bæta sig og frábært tækifæri til að læra af Ott
19.02.2024
KA/Þór á fimm fulltrúa í æfingahópum yngrilandsliða Íslands í handbolta en hóparnir koma saman til æfinga dagana 29. febrúar til 3. mars næstkomandi. Er þetta flott viðurkenning á okkar flotta kvennastarfi og óskum við stelpunum okkar til hamingju með valið
07.02.2024
Sparisjóður Höfðhverfinga hefur undirritað samstarfssamning við kvennalið KA/Þórs í handbolta. Það er ljóst að þessi samningur mun hjálpa kvennastarfinu mikið og erum við afar þakklát Sparisjóðnum fyrir aðkomu þeirra í okkar metnaðarfulla starfi
20.01.2024
Handboltaleikjaskóli KA fyrir hressa krakka fædd 2018 til 2021 fer aftur af stað sunnudaginn 4. febrúar næstkomandi. Viðtökurnar hafa verið frábærar og hefur heldur betur verið gaman að fylgjast með krökkunum kynnast handbolta á skemmtilegan hátt
29.12.2023
KA átti alls fimm fulltrúa í U18 ára landsliði Íslands í handbolta sem keppti á Sparkassen Cup í Þýskalandi undanfarna daga en mótinu lauk nú í kvöld. Þetta eru þeir Dagur Árni Heimisson, Hugi Elmarsson, Jens Bragi Bergþórsson, Magnús Dagur Jónatansson og Óskar Þórarinsson
28.12.2023
Ekill hefur gert nýjan samstarfssamning við kvennaráð KA/Þórs og verður því áfram lykilbakhjarl í uppbyggingu kvennaliðs okkar í handboltanum. Samstarf handboltans við Ekil hefur gengið afar vel undanfarin ár
18.12.2023
Búið er að draga í Jólahappadrætti KA og KA/Þór. Vinningsnúmerin má sjá í fréttinni.
Vinningana má nálgast í KA-heimilinu frá og með 19. des fram til 22. des og síðan milli jóla og nýárs og allan janúar!
01.12.2023
Handknattleikslið KA og KA/Þórs standa fyrir veglegu jólahappdrætti og fer sala á miðum fram hjá leikmönnum og stjórnarmönnum liðanna. Alls eru 75 vinningar í boði og er heildarverðmæti vinninganna 1.910.490 krónur