Fréttir

Síðasti heimaleikur fyrir jól á mánudag

Á mánudaginn tekur KA á móti Val í síðasta heimaleik KA fyrir jólafrí í Olís deild karla. Það má búast við svakalegum leik enda mikil saga milli þessara tveggja liða. Strákarnir unnu magnaðan sigur á þreföldum meisturum ÍBV í Vestmannaeyjum í síðustu umferð og ætla sér svo sannarlega sigur gegn sterku liði gestanna

Stórkostlegur sigur KA í Eyjum!

Það var mikið undir í leik ÍBV og KA í Vestmannaeyjum í dag en bæði lið voru með 6 stig fyrir leikinn og mikilvæg stig í húfi. Þrefaldir meistarar ÍBV eru gríðarlega erfiðir heim að sækja og ljóst að verkefni dagsins væri gríðarlega krefjandi

Krefjandi leikur í Eyjum í dag (í beinni)

KA sækir þrefalda meistara ÍBV heim í Olís deild karla í handboltanum í dag. Liðin eru jöfn að stigum með 6 stig fyrir leikinn og má búast við hörkuleik en leikurinn er liður í 9. umferð deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 18:30 og verður í beinni útsendingu á ÍBV-TV

Tap staðreynd þrátt fyrir góðan leik KA/Þórs

KA/Þór lék lokaleik sinn í Olís deild kvenna fyrir jólafrí er liðið sótti annað af toppliðum deildarinnar, ÍBV, heim til Vestmannaeyja. Það var búist við erfiðum leik hjá okkar liði enda ÍBV verið að leika mjög vel að undanförnu og hafði einmitt unnið fyrri leik liðanna 26-34 í KA-Heimilinu

ÍBV - KA/Þór í dag - sýndur í beinni

Núna klukkan 13:30 hefst leikur ÍBV og KA/Þórs í Olís deild kvenna sem átti að fara fram í gær. Leikurinn fer því fram á laugardag klukkan 13:30 en þetta er lokaleikur liðanna fyrir jólafrí í deildinni.

Myndir frá bæjarslagnum í 3. flokki

Það var alvöru bæjarslagur í Síðuskóla á miðvikudaginn þegar KA sótti lið Þórs heim í 3. flokki karla. KA liðið er að mestu skipað leikmönnum á yngra ári og hefur veturinn því verið mjög krefjandi fyrir liðið enda strákarnir að leika í efstu deild

Myndaveisla frá leik KA/Þórs og Hauka

Haukar lögðu KA/Þór eftir hörkuleik í KA-Heimilinu í gær en leikurinn var síðasti heimaleikur KA/Þórs fyrir jólafrí. Stelpurnar voru að elta gestina nær allan leikinn en sýndu mikinn karakter að gefast aldrei upp. Stemningin í húsinu var líka flott og hjálpaði okkar liði klárlega við að halda í við sterkt lið gestanna

Haukasigur eftir hörkuleik

KA/Þór tók á móti Haukum í síðasta heimaleik liðsins fyrir jólafrí í Olís deild kvenna. Stelpurnar komu mörgum á óvart er þær unnu 23-24 sigur í fyrri viðureign liðanna og var ljóst að lið gestanna hugði á hefndir. Haukar voru á miklu skriði fyrir leikinn og höfðu unnið síðustu fjóra leiki sína

Síðasti heimaleikur KA/Þórs fyrir jólafrí

Það styttist í jólafrí í Olís deild kvenna eins furðulega og það kann að hljóma. Stelpurnar í KA/Þór taka í kvöld á móti Haukum í síðasta heimaleik liðsins í bili en leikurinn hefst klukkan 19:30 og hvetjum við ykkur öll eindregið til að mæta og styðja þetta frábæra lið okkar til sigurs

Myndaveisla frá Aftureldingarleiknum

Afturelding lagði KA 28-30 í spennuþrungnum leik í Olís deild karla í gær. Gestirnir náðu sjö marka forskoti í fyrri hálfleik en KA liðið sneri leiknum í upphafi síðari hálfleiks þökk sé frábærum stuðning áhorfenda í KA-Heimilinu. Mosfellingar voru hinsvegar sterkari á lokakaflanum og hirtu öll stigin