18.12.2018
Þó að handboltatímabilið sé að fara í smá jólafrí þá þýðir það ekki að allir muni taka sér frí frá þjálfun því HSÍ hefur boðað öll yngri landslið sín á æfingar hvoru megin við áramótin auk þess sem að Hæfileikamótun HSÍ og Bláa Lónsins fer fram
18.12.2018
Á morgun, miðvikudag, fer fram skemmtilegasta æfing vetrarins þegar 7. og 8. flokkur taka jólaæfinguna sína. Þetta hefur verið frábær hefð í gegnum árin að taka lauflétta æfingu fyrir jól þar sem jólasveinarnir sem komnir eru til byggða kíkja í KA-Heimilið og taka þátt í gleðinni með krökkunum
16.12.2018
Það var erfitt verkefni sem beið KA í dag þegar liðið sótti stórlið Hauka heim í lokaleik liðanna fyrir jólafrí í Olís deildinni. Haukarnir hafa verið á miklu skriði eftir stórsigur KA í leik liðanna fyrr í vetur og eru þeir í harðri toppbaráttu á sama tíma og okkar lið berst fyrir því að halda sæti sínu í deildinni
16.12.2018
KA sækir stórlið Hauka heim í lokaleik liðanna fyrir jólafrí í Olís deild karla í handboltanum. Leikurinn hefst klukkan 16:30 og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta á Ásvelli og styðja okkar lið til sigurs. Fyrir ykkur sem ekki komist í Hafnarfjörðinn þá verður Haukar-TV með leikinn í beinni og því um að gera að fylgjast vel með gangi mála
14.12.2018
Fyrir leik KA og Vals þann 26. nóvember skrifuðu Handknattleiksdeild KA og Nettó undir áframhaldandi samstarf, en Nettó er einn stærsti styrktaraðili deildarinnar. Við hjá handknattleiksdeild KA erum rosalega þakklát fyrir þann stuðning sem Nettó og aðrir samstarfs- og styrktaraðilar veita
12.12.2018
Taktíkin er áhugaverður þáttur á N4 þar sem Skúli Bragi Magnússon kynnir sér íþróttalífið á Akureyri og í nágrenni bæjarins. Andri Snær Stefánsson fyrirliði KA í handbolta mætti nýverið í settið og fór yfir frábæran sigur KA í bæjarslagnum um helgina auk þess að fara vel yfir starfið hjá handknattleiksdeild KA
11.12.2018
Í gær var tilkynnt um úrvalslið fyrri hluta Olís deilda karla- og kvenna í handboltanum. Bæði KA og KA/Þór eiga fulltrúa í liðum sinna deilda en Dagur Gautason er besti vinstri hornamaðurinn hjá körlunum og Martha Hermannsdóttir er besta vinstri skyttan hjá konunum
10.12.2018
KA vann Akureyri öðru sinni í vetur er liðin mættust í Íþróttahöllinni um helgina. KA leiddi leikinn og var lengst af með gott forskot og vannst á endanum 25-26 sigur. Stemningin hjá gulum og glöðum áhorfendum var stórkostleg og vannst baráttan í stúkunni einnig
07.12.2018
Það verður KA upphitun fyrir bæjarslaginn á morgun á Icelandair Hotel. Þangað ætlum við að mæta uppúr klukkan 15:30 og koma okkur í gírinn fyrir leikinn mikilvæga. Við hvetjum ykkur eindregið til að taka þátt í gleðinni sem og að mæta gulklædd, við ætlum okkur að vinna bæði leikinn sem og stúkuna, áfram KA
05.12.2018
Einhver stærsti leikur tímabilsins er á laugardaginn þegar KA sækir Akureyri heim í Íþróttahöllina klukkan 18:00. Bæði lið eru í harðri baráttu um áframhaldandi veru í efstu deild og því miklu meira undir en bara bæjarstoltið, það er ljóst að við þurfum á ÞÉR að halda í stúkunni