16.10.2018
KA/Þór tók á móti Stjörnunni í KA-Heimilinu í kvöld í 5. umferð Olís deildar kvenna. Stelpurnar höfðu unnið báða útileiki vetrarins en hinsvegar höfðu báðir heimaleikirnir tapast og sást langar leiðir að stelpurnar ætluðu sér að breyta því í kvöld. Byrjunin var eftir því og strax eftir fimm mínútna leik var staðan orðin 4-0 og spilamennskan algjörlega til fyrirmyndar
16.10.2018
Axel Stefánsson landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna í handknattleik valdi 20 manna æfingahóp sem kemur saman dagana 27.-29. október. Við í KA/Þór eigum einn fulltrúa í hópnum og er það hún Sólveig Lára Kristjánsdóttir
16.10.2018
KA/Þór tekur á móti Stjörnunni í Olís-deild kvenna í handknattleik í dag. Leikurinn hefst kl. 18:15 í KA-heimilinu
13.10.2018
KA mætti í Garðabæinn og mætti þar Stjörnumönnum í 5. umferð Olís deildar karla. Eftir flotta byrjun á tímabilinu þar sem KA vann tvo magnaða sigra hafa komið tveir tapleikir. Heimamenn höfðu hinsvegar byrjað illa og voru á botninum án stiga fyrir leik dagsins
13.10.2018
Baráttan í Olís deild karla heldur áfram í dag þegar KA sækir Stjörnumenn heim í Garðabæinn. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er liður í 5. umferð deildarinnar. Við hvetjum að sjálfsögðu alla KA-menn fyrir sunnan til að drífa sig á völlinn en fyrir ykkur sem ekki komist þá verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport
12.10.2018
KA/Þór sótti Selfyssinga heim í 4. umferð Olís deildar kvenna í kvöld. Fyrir leikinn munaði einungis einu stigi á liðunum og ljóst að það væru ansi mikilvæg stig í húfi. Þór/KA hafði unnið fyrsta útileik vetrarins og eftir tapið í síðustu umferð var hungrið svo sannarlega mikið í hópnum að sækja sigur í kvöld
12.10.2018
Í dag voru gefnir út æfingahópar hjá U-21 og U-19 ára landsliðum Íslands í handbolta. KA á einn fulltrúa í hvorum hóp en leikstjórnandinn Sigþór Gunnar Jónsson er í U-21 hópnum og Svavar Sigmundsson markvörður er í U-19 hópnum
11.10.2018
Á morgun, föstudag, tekur Selfoss á móti KA/Þór í lokaleik 4. umferðar Olís deildar kvenna. Leikurinn hefst klukkan 19:00 á Selfossi og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta og styðja stelpurnar til sigurs. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur uppá framhaldið og mikilvæg stig í húfi
10.10.2018
Hagkaupsmót KA og Þórs í 6. flokki í handbolta fór fram um síðustu helgi og var mikil gleði enda alls 50 lið sem léku í stráka- og stelpuflokki. Þarna voru margir krakkar að spila sína fyrstu keppnisleiki og var gaman að sjá bætinguna hjá krökkunum frá leik til leiks. Mótið heppnaðist ákaflega vel og hlökkum við strax til næsta móts hér fyrir norðan
09.10.2018
Feðgarnir Þórir Tryggvason og Hákon Ingi Þórisson mynduðu leik KA og Gróttu í Olís deildinni í gær og birtum við hér myndasyrpu frá hasarnum. Mætingin var til fyrirmyndar í KA-Heimilinu og keyptu flestir stuðningsbol fyrir þau Fanney Eiríksdóttur og Ragnar Snæ Njálsson sem takast nú á við erfiða tíma