05.12.2018
Sprettsmótið í handbolta var haldið í KA-Heimilinu um helgina þar sem strákar og stelpur í 8. og 7. flokki léku listir sínar. Þetta var fyrsta mót margra keppenda og var mjög gaman að fylgjast með krökkunum læra betur og betur á reglurnar og spil eftir því sem leið á daginn
04.12.2018
Það er komið að síðustu föstudagsframsögu ársins og það er engin smá dagskrá sem við bjóðum uppá í þetta skiptið. Stefán Árnason og Heimir Örn Árnason þjálfarar karlaliðs KA í handboltanum halda skemmtilega tölu þar sem þeir fara yfir veturinn til þessa sem og að hita vel upp fyrir bæjarslaginn á laugardaginn
03.12.2018
Handknattleiksdeild KA er nú með glæsilegt happdrætti í gangi þar sem 75 glæsilegir vinningar eru í boði. Einungis 850 miðar eru til sölu og því góðar líkur á að detta í lukkupottinn. Dregið verður 15. desember og því um að gera að tryggja sér miða sem fyrst
02.12.2018
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta gerði sér lítið fyrir í dag og tryggði sér sæti í umspili um laust sæti á Heimsmeistaramótinu á næsta ári. Liðið lék í fjögurra liða riðli í Makedóníu en andstæðingar Íslands voru Tyrkland, Makedónía og Aserbaídsjan
02.12.2018
KA mætti í Kaplakrika í dag og mætti þar liði FH í lokaumferð fyrri hluta Olís deildar karla. FH sem er í harðri toppbaráttu endurheimti Ásbjörn Friðriksson úr banni og var ljóst að heimamenn ætluðu sér að svara fyrir óvænt tap í síðustu umferð
02.12.2018
Baráttan heldur áfram í Olís deild karla í handbolta í dag þegar KA sækir FH-inga heim í Kaplakrikann klukkan 16:00. Við bendum á að leikurinn verður hvergi sýndur þannig að við hvetjum alla þá KA-menn sem eiga möguleika á að mæta á leikinn að drífa sig í Kaplakrika og styðja okkar lið til sigurs
27.11.2018
A-landslið Íslands í handbolta undirbýr sig nú fyrir forkeppni heimsmeistaramótsins 2019 en framundan eru leikir í Makedóníu gegn Tyrklandi, Makedóníu og Aserbaídsjan. Leikirnir fara fram um næstu helgi og er mikið undir í leikjunum. Leikið er í fjögurra liða riðli og fara allir leikirnir fram í Makedóníu
27.11.2018
Olís deild kvenna í handboltanum er í jólafríi þessa dagana og hefst ekki aftur fyrr en 8. janúar. Það er þó nóg að gera hjá nokkrum leikmönnum liðsins en þær Hulda Bryndís Tryggvadóttir, Sólveig Lára Kristjánsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir voru allar valdar í B-landslið Íslands sem mætti Færeyjum í tveimur leikjum
26.11.2018
Það er enginn smá leikur framundan í dag þegar KA tekur á móti Val í Olís deild karla í handbolta. Þessi félög hafa barist ansi oft í gegnum tíðina á handboltavellinum og má búast við hörkuleik í KA-Heimilinu klukkan 18:30 þegar leikar hefjast