27.08.2018
Hannes Pétursson ljósmyndari kíkti við á Norðlenska Greifamótið um helgina og tók nokkrar skemmtilegar myndir. Flott stemning var í kringum mótið og ljóst að mikil ánægja var að fá alvöru handboltaleiki fyrir norðan fyrir tímabilið sem hefst 10. september hjá körlunum og 15. september kvennamegin
25.08.2018
Mikið fjör var á lokadegi Norðlenska Greifamótsins í dag þar sem úrslit mótsins réðust. Hjá körlunum hófst dagurinn á leik um 5. sætið
24.08.2018
Annar dagur Norðlenska Greifamótsins er að kveldi kominn og er ljóst hvaða lið mætast í leikjum um sæti hjá körlunum en riðlakeppninni lauk í dag. Mikil spenna var í leikjum dagsins og sýndu öll liðin flott tilþrif og ljóst að undirbúningur fyrir komandi tímabil er vel á veg kominn
23.08.2018
Norðlenska Greifamótið í handbolta hófst í dag þegar KA tók á móti Gróttu í karlaflokki og KA/Þór lék gegn Ungmennaliði KA/Þórs kvennamegin. Mótið fer skemmtilega af stað en í karlaflokki er leikið í tveimur riðlum, annar er leikinn í KA-Heimilinu og hinn í Höllinni
23.08.2018
Hlaðvarspþáttur KA heldur áfram göngu sinni en að þessu sinni fara þeir Siguróli Magni Sigurðsson og Ágúst Stefánsson vel yfir handboltann. Þeir hita vel upp fyrir Norðlenska Greifamótið í handboltanum sem hefst í dag og lýkur á laugardag en alls keppa 6 lið hjá körlunum og 4 kvennamegin
22.08.2018
Handboltavertíðin er hafin en undanfarnar vikur hafa 3.-6. flokkur æft tvisvar í viku en mánudaginn 27. ágúst tekur vetrartaflan við og þá hefjast æfingar hjá 7. og 8. flokk ásamt því að æfingaálag eykst hjá öðrum flokkum
21.08.2018
Það verður sannkölluð handboltaveisla fyrir norðan í kringum helgina þegar Norðlenska Greifamótið fer fram. Leikið verður bæði í karla- og kvennaflokki en hjá körlunum keppa 6 lið um titilinn en 4 lið hjá konunum en spilað verður bæði í KA-Heimilinu og Höllinni
19.08.2018
Dagur Gautason og liðsfélagar hans í Íslenska landsliðinu í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri þurftu að sætta sig við silfur á EM í Króatíu í dag eftir 27-32 tap gegn Svíum í úrslitaleik mótsins. Strákarnir höfðu fyrr í mótinu unnið Svía sannfærandi en frændur okkar komu fram hefndum í dag
17.08.2018
Dagur Gautason og liðsfélagar hans í U-18 landsliði Íslands í handbolta gerðu sér lítið fyrir og unnu heimamenn í Króatíu í undanúrslitum EM. Í úrslitaleiknum sem fer fram á sunnudaginn mæta strákarnir Svíþjóð en liðin mættust í riðlakeppni mótsins og þar vann Ísland 29-24 sigur
16.08.2018
KA á tvo fulltrúa í æfingahóp Íslenska landsliðsins í handbolta skipað leikmönnum 16 ára og yngri sem mun æfa dagana 31. ágúst til 2. september næstkomandi. Þetta eru þeir Arnór Ísak Haddsson og Haraldur Bolli Heimisson. Þjálfari liðsins er Maksim Akbachev