Fréttir

KA í deild þeirra bestu eftir stórsigur

KA tryggði sér sæti í Olísdeild karla að ári eftir stórkostlegan 37-25 sigur á HK í þriðja leik liðanna í KA-Heimilinu í gærkvöldi. KA vann alla þrjá leiki liðanna og þar með einvígið 3-0 og tryggði þar með veru sína meðal þeirra bestu á ansi hreint sannfærandi hátt

Sigur í kvöld kemur KA í efstu deild

KA tekur á móti HK í kvöld í þriðja leik liðanna í baráttunni um sæti í efstu deild. KA hefur unnið fyrstu tvo leiki liðanna og tryggir sér því sæti í Olísdeildinni með sigri í kvöld. Þetta hafa verið hörkuleikir og ljóst að KA þarf á öllum þeim stuðning sem í boði er til að klára verkefnið

KA vann aftur og er í lykilstöðu

KA er komið í lykilstöðu í einvígi sínu gegn HK um laust sæti í Olís deild karla í handboltanum eftir 20-25 sigur í öðrum leik liðanna í Digranesi í kvöld. KA leiðir því einvígið 2-0 og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sæti í deild þeirra bestu að ári

KA-TV: HK - KA í beinni

HK og KA mætast í kvöld í Digranesi í öðrum leik liðanna í umspili um laust sæti í Olís deildinni að ári. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sæti í deild þeirra bestu og leiðir KA 1-0 eftir sigur í KA-Heimilinu á laugardaginn. Það má því með sanni segja að það sé mikið undir í leiknum í kvöld en HK getur jafnað metin en sigri KA er staða liðsins orðin ansi vænleg

Þorvaldur Þorvaldsson áfram með KA/Þór

Þorvaldur Þorvaldsson hefur gert nýjan samning við meistaraflokksráð KA/Þórs í handboltanum og verður því áfram aðstoðarþjálfari liðsins. Á dögunum var einnig gerður nýr samningur við Jónatan Magnússon og því ljóst að þjálfarateymið heldur áfram óbreytt

KA vann fyrsta leikinn og leiðir 1-0

KA vann fyrsta leikinn í viðureign sinni gegn HK um laust sæti í Olís deildinni þegar liðin mættust í KA-Heimilinu í dag. Leikurinn var jafn og spennandi en KA hafði frumkvæðið mestallan leikinn og vann á endanum 24-20 sigur og leiðir því einvígið 1-0. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í deild þeirra bestu

KA - HK í beinni á KA-TV

Einvígi KA og HK um laust sæti í Olís deildinni að ári hefst í dag klukkan 16:00 í KA-Heimilinu. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta og styðja liðið til sigurs enda ljóst að þetta verður gríðarlega erfitt og krefjandi verkefni. Fyrir ykkur sem ómögulega komist á leikinn þá verður KA-TV með leikinn í beinni og meira að segja einnig næstu tvo leiki liðanna

Fyrsti umspilsleikur KA og HK á morgun

Það er komið að stóru stundinni í handboltanum en KA tekur á móti HK í fyrsta leik liðanna í umspili um laust sæti í deild þeirra bestu. KA er með heimaleikjarétt í einvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að fara upp. Baráttan hefst í KA-Heimilinu á morgun, laugardag, klukkan 16:00 og hvetjum við alla til að mæta

Jovan Kukobat hjá KA næstu 2 ár

Markvörðurinn Jovan Kukobat skrifaði í morgun undir nýjan samning við handknattleiksdeild KA. Samningurinn er til tveggja ára en Jovan hefur verið í lykilhlutverki hjá KA í vetur sem er að hefja úrslitaeinvígi gegn HK um laust sæti í Olís deildinni að ári

Aldís Ásta hjá KA/Þór næstu 2 ár

Aldís Ásta Heimisdóttir skrifaði nú í morgun undir nýjan samning við KA/Þór í handboltanum. Samningurinn er til tveggja ára og er mikil ánægja hjá meistaraflokksráði að halda Aldísi Ástu áfram hjá liðinu