03.08.2018
Handboltavertíðin er að hefjast og munu yngri flokkar hjá KA og KA/Þór byrja að æfa þriðjudaginn 7. ágúst að undanskildum 7. og 8. flokk. Hér má sjá æfingarnar fram að skólabyrjun en þá birtum við endanlega vetrartöflu auk þess sem æfingar hjá 7. og 8. flokk hefjast
29.07.2018
Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri náði í dag 7. sætinu á EM í Slóveníu eftir flottan 30-27 sigur á Serbíu og er það jöfnun á næstbesta árangri U-20 landsliðs Íslands á EM. KA átti einn fulltrúa í liðinu og var það skyttan hann Sigþór Gunnar Jónsson. Sigþór lék alla leiki liðsins og kom sér á blað í þeim öllum
22.07.2018
Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri er komið áfram í 8-liða úrslit eftir magnaða endurkomu í riðlakeppninni. Íslenska liðið lék gegn Rúmeníu, Svíþjóð og Þýskalandi og á KA einn fulltrúa en það er Sigþór Gunnar Jónsson. Bjarni Fritzson er þjálfari liðsins
19.07.2018
Handknattleiksdeild KA í samvinnu við Icelandic Summer Games brydda upp á mjög skemmtilegri nýjung þetta sumarið en það er strandhandboltamót. Mótið verður spilað á strandblaksvöllunum í Kjarnaskógi sunnudaginn 5. ágúst og verður leikið í blönduðum flokki, það er að segja strákar og stelpur munu spila saman
17.07.2018
Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri er á leiðinni á Evrópumeistaramótið í Slóveníu en mótið hefst á morgun, 18. júlí. KA á einn fulltrúa í hópnum en það er vinstri skyttan okkar hann Sigþór Gunnar Jónsson. Mótið verður leikið í Celje og lýkur 30. júlí
13.07.2018
Daníel Matthíasson er genginn til liðs við KA og mun leika með liðinu í Olís-deild karla næsta vetur
11.07.2018
U-20 ára kvennalandslið Íslands lék í dag lokaleik sinn á HM í Ungverjalandi er liðið mætti Króatíu í leik um 9. sætið á mótinu. Stelpurnar mættu sterku liði Noregs í 16-liða úrslitum keppninnar í gær í svakalegum leik. KA/Þór átti tvo fulltrúa í hópnum en það voru þær Aldís Ásta Heimisdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir
11.07.2018
Hulda Bryndís Tryggvadóttir skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór í handboltanum. KA/Þór tryggði sér sigur í Grill 66 deildinni á nýliðnum vetri en stelpurnar töpuðu ekki leik í deildinni ásamt því að komast í undanúrslit Coca-Cola bikarsins
10.07.2018
U-18 ára landslið Íslands í handbolta mun leika á Evrópumeistaramótinu sem fer fram í Króatíu dagana 8.-20. ágúst. Liðið mun leika í D-riðli og andstæðingar Íslands eru Slóvenía, Svíþjóð og Pólland. Riðillinn verður leikinn í Varadin sem er nyrst í Króatíu
09.07.2018
Það er nóg um að vera hjá ungmennalandsliðum Íslands í handbolta um þessar mundir en U-20 ára kvennalandslið Íslands í handbolta er komið alla leiðina í 16-liða úrslit á Heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi eftir frábæra frammistöðu í riðlakeppninni