Fréttir

Lokahóf yngri flokka í dag!

Hið stórskemmtilega lokahóf hjá yngri flokkunum í handboltanum er í dag í KA-Heimilinu klukkan 18:00. Að venju verða verðlaunaafhendingar, pizzuveisla og hinir ýmsu leikir í boði. Við hvetjum að sjálfsögðu alla handboltakrakka til að mæta og auðvitað foreldra og forráðamenn til að njóta skemmtunarinnar

Áki og Martha best í handboltanum

Lokahóf handknattleiksdeildar KA fór fram um helgina og ríkti mikil gleði á svæðinu enda tryggði bæði karlalið KA og kvennalið KA/Þórs sér sæti í deild þeirra bestu með frábærum árangri á nýliðnu tímabili. Eins og venja er voru þeir sem stóðu uppúr verðlaunaðir

Jónatan hættir með A-landsliðið

Jónatan Magnússon þjálfari KA/Þórs í handboltanum sem hefur einnig verið aðstoðarþjálfari hjá kvennalandsliði Íslands undanfarin tvö ár hefur ákveðið að láta staðar numið hjá landsliðinu. Í hans stað kemur Elías Már Halldórsson en aðalþjálfari verður áfram Axel Stefánsson

Lokahóf yngri flokka og sumaræfingar

Tímabilinu í handboltanum er að ljúka og styttist í hið skemmtilega lokahóf hjá yngri flokkum KA og KA/Þórs. Að venju verða verðlaunaafhendingar, pizzuveisla og hinir ýmsu leikir í boði. Við hvetjum að sjálfsögðu alla handboltakrakka til að mæta og auðvitað foreldra og forráðamenn til að njóta skemmtunarinnar

6. fl. stúlkna í 2. sæti á Íslandsmóti

Stúlkurnar á yngra ári 6. flokks hjá KA/Þór áttu góðu gengi að fagna í vetur en um nýliðna helgi lauk tímabilinu hjá þeim og enduðu þær í 2. sæti á Íslandsmótinu. Stelpurnar hafa æft vel í vetur og er hópurinn samheldinn og flottur

4. flokkur tapaði gegn Selfoss

Það var hörkuleikur í KA-Heimilinu í dag þegar Deildarmeistarar KA tóku á móti Selfoss í undanúrslitum Íslandsmótsins í 4. flokki karla í handbolta. Liðin höfðu unnið sitthvorn leikinn í vetur og var gríðarleg spenna í leik liðanna í dag

4. flokkur í undanúrslitum á morgun

Deildarmeistarar KA í 4. flokki karla í handbolta taka á móti Selfoss á morgun, sunnudag, klukkan 15:15 í undanúrslitum Íslandsmótsins. Strákarnir hafa verið frábærir í vetur sem og undanfarin ár en þeir hafa unnið titil á hverju ári þrjú ár í röð

Arionbankamót í handboltanum um helgina

Um helgina fer fram Arionbankamót í 6. flokki drengja og stúlkna hér á Akureyri og er mótið haldið af bæði KA og Þór. Spilað verður bæði í KA-Heimilinu og Íþróttahöllinni og má reikna með gríðarlegu fjöri enda er mótið stórt um sig og mikið um leiki

Allan Norðberg til liðs við KA

Handknattleiksdeild KA hefur fengið liðsstyrk og er það Færeyski landsliðsmaðurinn Allan Norðberg. Allan er 24 ára hægri hornamaður sem hefur farið mikinn í Færeysku deildinni undanfarin ár en hann var einmitt markahæsti hægri hornamaður deildarinnar auk þess sem hann var valinn í lið ársins í deildinni

Heimir Örn Árnason í þjálfarateymið

Heimir Örn Árnason skrifaði í dag undir nýjan samning við handknattleiksdeild KA og mun þjálfa liðið ásamt núverandi þjálfara Stefáni Árnasyni. Heimir Örn lék með KA í vetur en hefur ekki tekið ákvörðun hvort hann muni leika með liðinu á komandi tímabili