13.02.2007
Þá verða leiknir tveir leikir í 1.deild kvenna í blaki um helgina, en þá eigast við lið KA og Þróttar Neskaupstað. Fyrri leikurinn er í kvöld föstudagskvöld og hefst hann kl 20:00.
12.02.2007
KA stúlkur töpuðu fyrir Þrótti frá Neskaupsstað í tveimur leikjum um helgina. Báðum leikjunum lauk 0-3 (13-25, 13-25 & 15-25 á föstudag og 18-25, 17-25 & 14-25 á laugardag) fyrir gestunum sem verma annað sætið í deildinni. Móttakan hjá heimaliðinu var afar slök í leikjunum tveimur og reyndist liðinu því erfitt að byggja upp almennilegar sóknir.
10.02.2007
Þriðji flokkur karla í handbolta lék tvo leiki á laugardag, fyrst áttust við KA2 og Fram og töpuðu KA-menn naumt, 27-28. Seinna um daginn áttust við HK og endaði sá leikur með sigri KA-manna 36-29.
10.02.2007
KA og Völsungur öttu kappi á Powerrade mótinu í gær. Skemmst er frá því að segja að KA vann glæstan sigur á Völsungi 4-2.
09.02.2007
Hið árlega Jóns Sprettsmót þriðja flokks karla mun hefjast á morgun í Boganum en mótið fer nú fram þriðja árið í röð og er það skipulagt af foreldrum strákanna í þriðja flokknum. Það er hugsað sem æfingamót sem og til fjáröflunar. Nánari upplýsingar á heimasíðu mótsins.
03.02.2007
3.febrúar hófst keppni á fyrsta stórmóti vetrarins í fimleikum, Þrepamóti FSÍ, sem haldið er í hinu stórkostlega fimleikahúsi Gerplu í Kópavogi.Á meðal keppenda í dag voru 16 krakkar frá Fimleikafélagi Akureyrar.
30.01.2007
KA menn léku tvo leiki við Íslands- og bikarmeistara Stjörnunar á Íslandsmótinu um helgina. Skemmst er frá því að segja að Stjarnan hafði betur í báðum leikjunum 3-1.
28.01.2007
Aðalfundur Fimleikafélags Akureyrar verður haldin 28.Mars n.k.kl.20:00.Foreldrar eru hvatir til að mæta.Dagskrá fundarins er eftirfarandi:1.Setning og kosning á fundarstjóra og fundarritara.
26.01.2007
Það hefur ekki farið fram hjá neinum sá aragrúi af skóm sem safnast fyrir í forstofu Glerárskóla á góðum degi þegar margir iðkendur FA eru á æfingu.Stjórn FA fer þess á leit að foreldrar taki þátt í að þetta vandamál verði leyst.
25.01.2007
Á haustönn hófust tilraunir hjá Fimleikafélagi Akureyrar með fimleikaæfingar fyrir "lífsreyndari iðkendur".Þetta fór hljóðlega af stað og í upphafi var um að ræða 3 til 5 iðkendur undir dyggri leiðsögn yfirþjálfara félagsins Florins Paun.