25.02.2007
Um helgina voru æfingabúðir í blaki. Þar 70 unglingar á aldrinum 14-17 ára víðsvegar á landinu saman komnir til að stunda blak. Að sögn Sigurðar Arnars, formanns unglingaráðs blakdeildar KA, gengu æfingabúðirnar mjög vel og skiluðu þær miklum árangri. Í frammhaldi af þessum æfinga búðum verður svo valið í unglinga landslið Blaksambands Íslands. Hér eru meðfylgjandi mynd frá æfingabúðunum sem tekin í dag, sunnudag.
25.02.2007
Í dag lék KA gegn Íslandsmeisturum FH í Akraneshöllinni og fóru FH-ingarnir með 3-0 sigur af hólmi. Nánari umfjöllun og myndir úr leiknum eru væntanlegar á fóboltasíðuna á morgun.
25.02.2007
Það var nóg um að vera í handbolta yfir helgina, en 7 leikir voru leiknir, hér eru úrslit þeirra leikja. Föstudagur:KA – Víkingur 3fl kk 19 – 24Laugardagur: KA ÍR 4 fl kk b deild 27-22KA – Haukar 4 fl kvk b 1 deild 16-12KA – Haukar 4 fl kvk a 25-19Grótta - Akureyri DHL deild kvk 32 - 22Sunnudagur:KA 2 – ÍBV 3 fl kk 28-19 HK - Akureyri DHL deild kk 31 - 23
21.02.2007
Með nýrri síðu höfum við tekið upp öðruvísi viðburða dagatal. Í þessu dagatali verða ALLIR viðburðir sem fara fram innan félagsins og eru ætlaðir félagsmönnum og/eða allmenningi. Til þess að lesa nánar um atburðina sem koma undir "Á næstunni" þarf einfaldlega bara að smella á nafn viðburðarins og þá koma frekari upplýsingar. Einnig er hægt að skoða viðburði einstakra daga, en þeir eru litaðir með bláum tölustöfum á dagatalinu.Það er okkar von að þessi vefsíða muni bæta þjónustu félagsins við félagsmenn og aðra.
21.02.2007
Aðalfundur knattspyrnudeildar KA fór fram síðastliðinn föstudag í KA-heimilinu og var m.a. kosið í nýja stjórn deildarinnar og þá var einnig kosið í stjórnir yngriflokkaráðs.
21.02.2007
Nú hefur ný heimasíða KA verið opnuð en það var netfyrirtækið Stefna sem sá um alla gerð síðunnar.
20.02.2007
KA lék tvo leiki við ÍS í Hagaskóla í 1. deild karla um helgina. KA sigraði í báðum leikjunum og lyftu sér upp fyrir HK í annað sæti deildarinnar.
16.02.2007
Á undanförnum dögum hafa krakkarnir verið að koma heim með miða um breytingar á tímum hjá Fimleikafélagi Akureyrar.Stjórn FA vill koma því að að þessar breytingar eru gerðar til að mæta kröfum heilbrigðiseftirlitsins sem kom í heimsókn á dögunum og gerði athugsemd vegna fjölda iðkenda í sal Glerárskóla á hverjum klukkutíma.
16.02.2007
Fimmtudaginn 15.febrúar, var haldin óformlegur stofnfundur foreldrafélags Fimleikafélags Akureyrar.Átta manns sem sýnt hafa þessu verkefni áhuga mættu á fundinn þar var þeim kynnt lauslega þau verkefni sem foreldrafélag á að starfa eftir og þeim afhent gögn til að kynna sér.
13.02.2007
Aðalfundur knattspyrnudeildar KA verður haldinn í KA-heimilinu föstudaginn 16. febrúar 2007 kl 20.00