Fréttir

Bæði lið í eldlínunni um helgina

Kvennaliðið átti erfitt uppdráttar í fyrri leik liðanna um helgina. Liðið náði aldrei að komast í takt við leikinn og tapaði honum örugglega 3-0. Í seinni leiknum sýndi liðið góða takta en hafði ekki reynsluna til að landa sigri í hrynum. Þó er greinilegt að liðið hefur tekið miklum framförum frá því að hinn pólski, Marek Bernat tók við liðinu. Besti leikmaður KA í leiknum var Natalia Gomzina ásamt uppspilaranum Unu Heimisdóttur. Kolbrún Jónasdóttir sýndi líka oft góð tilþrif. Stigahæsti leikmaður KA-liðsins í báðum leikjunum var Natalia Gomzina. Kvennaliðið leikur næst í deildinni eftir áramótin.

Stórkostlegur árangur á vinamóti Ármanns.

Það var ferð til fjár hjá hópunum F-1 og F-2 á vina móti Ármanns í Ármannsheimilinu í dag 25.nóv.Stelpurnar okkar bókstaflega áttu mótið, þær sópuðu til sín verðlaunum bæði í 5.

Starf FA hefst að nýju.

4.janúar þá byrjar starfið hjá FA aftur.Fyrstu hópar sem eiga að mæta eru F-1, F-2 og I-1.Starfað verður eftir stundaskrá eins og hún var fyrir áramót.Stundaskrá getur þó tekið einhverjum breytingum.

Ágætur árangur á yngriflokkamóti BLÍ

Yngriflokkamót BLÍ fór fram um helgina í Mosfellsbæ en HK var framkvæmdaraðili mótsins. KA sendi 7 lið á mótið og var árangurinn ágætur í mörgum flokkum. Bestum árangri náði 5. fl. b-liða en liðið varð í öðru sæti af tíu liðum - tapaði einungis einum leik.

Fimleikafélag Akureyrar tveggja ára í dag 17. nóv

þann 17.nóvember árið 2004 var fimleikafélag Akureyrar stofnað, áður hét það Fimleikaráð Akureyrar.

Vináttumót Ármanns 2006

Fyrir F-1 og F2 hjá Fimleikfélagi Akureyrar Fimleikadeild Ármanns býður ykkur að taka þátt í Aðventumóti Ármanns sem haldið verður laugardaginn 25.nóvember í nýja Ármannshúsinu í Laugardal.

Skráning iðkenda í gegnum netið í lagi.

Vegna bilunar í gagnagrunni hefur ekki verið hægt að skrá iðkendur í gegnum netið.Allir sem hafa skráð sig í gegnum netið hingað til eru vinsamlegast beðnir afsökunar á þessu.

Foreldradagur hjá Laugardagshópum

Laugardaginn 4.nóvember sl.var haldin foreldradagur hjá 4 til 5 ára hópum sem Ármann þjálfar.

1. deild karla: Tveir sigrar á Þrótti R.

Karlalið KA sigraði Þróttara tvívegis í 1. deild karla um helgina. Með sigrunum lyftir KA sér upp í þriðja sæti deildarinnar með sex stig eftir fjóra leiki.

1. deild kvenna: Þróttur R. sigraði KA

KA stúlkur biðu lægri hlut gegn sterku liði Þróttar R á Akureyri um helgina og lauk báðum leikjunum með öruggum 0-3 sigri Þróttara.