Fréttir

Alexander og Berenika júdófólk KA 2018

Alexander Heiðarsson er júdómaður KA 2018 og Berenika Bernat er júdókona KA 2018. Þau eru vel að útnefningunum komin. Alexander var á árinu Íslandsmeistari í flokki fullorðinna í -66 kg flokki og Berenika varð Íslandsmeistari í undir 18 ára flokki, undir 21 árs flokki og opnum flokki fullorðinna. Alexander tók þátt í sex alþjóðlegum mótum og vann þar til tveggja verðlauna. Berenika tók þátt í tveimur alþjóðlegum mótum og stóð sig með sóma. Unnar Þorri Þorgilsson vann hinn árlega bikar sem gefinn er fyrir mestu framfarirnar KA óskar þeim öllum innilega til hamingju.

jólamót Júdódeildar KA

Sunnudaginn 16. desember verður jólamót Júdódeildar KA vera haldið. Mótið hefst kl 14:00 og verður haldið í KA heimilinu. Þetta er frábær vettvangur til þess að æfa sig að keppa, njóta þess að vera með og stíga aðeins út fyrir þægindarammann. Við hvetjum við alla júdóiðkendur (stelpur og stráka, karla og konur) til þess að taka þátt í honum með okkur.

Krílajúdó byrjar á sunnudaginn

Kríla júdó er fyrir krakka sem ekki eru byrjaðir í skóla. Æfingar eru á sunnudögum 11:00 til 11:45 í Laugagötunni við sundlaugina. Gert er ráð fyrir að forráðamaður sé viðstaddur á meðan á æfingu stendur. Þjálfari er Adam Brands og veitir hann nánir upplýsingar í síma 863 4928.

Alexander keppir á European Cup í Paks og Prag

Alexander Heiðarsson mun næstu hegi taka þátt í European Cup í Ungverjalandi og svo viku síðar í Tékklandi. European Cup mótin eru sterkustu mót sem haldin eru í Evrópu í hans flokki og verður spennandi að sjá hvernig honum gengur á meðal þeirra bestu. Alexander hefur undanfarið verið í æfingabúðum í Barcelona og mun svo ljúka sumar tímabilinu í Tékklandi í æfingabúðum að loknu mótinu þar. Hægt verður að fylgjast með keppninni í heimasíðu Alþjóða Júdósambandsinssins www.ijf.org. Hann mun keppa í -60 kg og keppir 15. júlí í Paks í Ungverjalandi og í Prag í Tékklandi 21. júlí.

Íþróttamaður Akureyrar

Alexander Heiðarsson og Anna Soffía Víkingsdóttir úr Júdódeild KA urðu í þriðja sæti í kjöri til Íþróttamanns og Íþróttakonu Akureyrar sem fram fór í Menningarhúsinu Hofi í kvöld. Þá var Sandra Stephany Mayor valin íþróttakon Akureyrar. Um það var samið þegar júdófólk úr Íþróttafélaginu Draupni gengu inn í KA s.l. sumar að Draupnir mundi tilnefna til Íþróttamanns Akureyrar vegna 2017 og er það skýringin á þessu fyrirkomulagi. Anna Soffía gat ekki verið viðstödd en Edda Ósk tók við viðurkenningum fyrir hennar hönd. Við óskum Alexander og Önnu Soffíu innilega til hamingju.

Afmæliskaffi fór fram í gær | Alexander, Berenika og Karen María fengu Böggubikarinn

Húsfyllir var á afmæliskaffi KA sem fram fór í gær í KA-heimilinu. KA fagnar í dag 90 ára afmæli.

Alfreð Gíslason með skilaboð til KA manna

90 ára afmæli KA verður haldið með pompi og prakt í KA-Heimilinu þann 13. janúar næstkomandi. Það er ljóst að þetta verður veisla sem enginn tengdur félaginu vill missa af. Kóngurinn sjálfur, Alfreð Gíslason, er með skýr skilaboð til allra KA manna!

Uppskeruhátíð Júdósambands Íslands

Anna Soffía júdókona ársins og Alexander efnilegastur

Alexander keppir í Cardiff

Alexander Heiðarsson á leið á Opna Walesska í Cardiff með landsliðinu í Júdó.

Opnað hefur verið fyrir skráningu í júdó.

Júdó er fyrir alla sem hafa náð 4 ára aldri og aldrei of seint að byrja.