Fréttir

Endurnýjaður styrktarsamningur KEA við KA

KEA hefur endurnýjað styrktarsamninga við Íþróttafélagið Þór og Knattspyrnufélag Akureyrar. Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, segir félagið hafa lagt metnað sinn í að skila stórum hluta afkomu sinnar til eflingar íþrótta- og æskulýðsstarfi á félagssvæðinu og ætíð ánægjulegt fyrir félagið að geta látið gott af sér leiða á þessu sviði.  Sigfús Helgason skrifaði undir samninginn fyrir hönd Þórs og Hrefna G. Torfadóttir fyrir hönd KA. Þau sögðu að þessir styrktarsamningar hefðu reynst afar þýðingarmiklir á undanförnum árum og nýttust sérstaklega vel við eflingu á starfi og uppbyggingu íþróttafélaganna.

Þegar KA konur fóru höndum um Guðjón Þórðar...

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=208594&pageId=2693823&lang=is&q=Sigr%ED%F0ur+Waage

Höldur og Hafnyt ehf styðja Júdódeild KA

Höldur og Hafnyt hafa fjármagnað kaup á vandaðri vog fyrir Júdódeild KA. Eins og flestir vita keppa júdómenn í þyngdarflokkum og því mikilvægt að hafa löglega vog við mótahald. Nákvæm vog er einnig gríðarlega mikilvæg fyrir allt afreksfólk okkar á keppnistímabilum.

KA dagurinn verður haldinn á laugardaginn!

Hinn árlegi KA dagur fyrir handbolta, júdó og blak verður haldinn n.k. laugardag 17. október. Ýmislegt verður um að vera en meigin tilgangur dagsins er að innheimta æfingagjöld og skrá nýja þáttakendur. Skráning og innheimta hefst kl 10:30 og stendur til 13:30, á þessum tíma verður einnig boðið upp á leiki sem þjálfarar yngriflokka munu sjá um, íþrótta markað með notuðum og nýjum íþróttabúnaði. Einnig verður öllum boðið upp á veitingar, vöflur, kaffi eða safa. Við hvetjum sem flesta að láta sjá sig á laugardaginn! Þess ber að geta að æfingagjöld fyrir yngriflokkastarf knattspyrnudeildar er ekki hægt að greiða á þessum degi. Ef smellt er á lesa meira má lesa um nýtt og spennandi samvinnuverkefni sem allar deildir taka þátt í. Við minnum einnig á að það er nýtt kortatímabil!

Nýjung frá aðalstjórn K.A.

Aðalstjórn hefur ákveðið að hafa opinn viðtalstíma annan fimmtudag í mánuði frá kl 18-19. Tveir aðalstjórnarmenn munu vera í KA-heimili á áðurnefndum tíma til að taka á móti þeim sem vilja koma og ræða um félagið. Næstkomandi fimmtudag, 11. febrúar, verða Guðmundur Guðmundsson, gjaldkeri KA, og Jón Óðinn Waage formaður júdódeildar á staðnum.