Fréttir

Fjöldi verðlauna á alþjóðlegum mótum í júdó er kominn í 111.

Listi yfir árangur á erlendum mótum hefur nú verið uppfærður á júdósíðunni.  Alls eru verðlaun á alþjóðlegum mótum orðin 111.  Fyrstu verðlaunin unnust árið 1987.

Fjöldi Íslandsmeistartitla í júdó er kominn í 472.

Listi yfir Íslandsmeistartitla í júdó hefur nú verið uppfærður á júdósíðunni.  Fjöldi titla er nú kominn í 472.  Það eru 150 einstaklingar sem hafa unnið þessa titla.  Helstu breytingarnar sem urði á listanum núnu voru þær að Helga Hansdóttir er kominn fram úr föður sínum, Hans Rúnari Snorrasyni.  Helga hefur unnið 11 titla en Hans 9, bæði eru þau enn í fullu fjöri svo þessu er langt í frá lokið á milli þeirra.

Jólamót KA í júdó

Jólamót KA í júdó fer fram í júdósalnum sunnudaginn 18. desember kl. 10:00.  Keppt er í öllum yngri flokkum.  Um er að ræða innanfélagsmót þar sem að áherslan er lögð á að allir geri eins vel og þeir geta, ef þeir gera það þá sé tilgangnum náð, sigur og tap er aukaatriði.  Eftir mótið er komið jólafrí og hefjast æfingar aftur 5. janúar 2012.

Kyu-móti í júdó sem vera átti um næstu helgi hefur verið aflýst.

Æfingaferð 9-14 ára júdókrakka, upplýsingar.

Góður árangur KA á Haustmóti JSÍ.

KA átti fjóra keppendur á Haustmóti JSÍ (fullorðinna) sem fram fór á Selfossi í gær.  Árangur þeirra varð eftirfarandi:

Breyttur æfingatími í júdó hjá krökkum fæddum árið 2003.

Vegna mikils fjölda í aldursflokknum fæddum 2002-2003 hefur flokknum nú verið skipt í tvennt.  Krakkar fæddir árið 2002 verða áfram á sama tíma en krakkar fæddir árið 2003 verða á eftirtöldum tímum: Krakkar fæddir 2003: Mánudaga kl. 16:30 – 17:30 og miðvikudaga kl. 15:30-16:30. Ef að þessi breyting hentar ekki einhverjum þá er velkomið að æfa áfram á sama tíma.

Júdóæfingar hefjast mánudaginn 5. september.

Æfingartöflu má sjá á síðu júdódeildar.

Stundaskrá og verðskrá haustannar 2011

Nú fer að líða að því að haustönn hefjist hjá Júdódeild KA. Mánudaginn 5. september munu æfingar hefjast hjá öllum aldursflokkum júdódeildar KA.  Æfingataflan og verðskrá er eftirfarandi:

Lokahóf júdódeildar var haldið s.l. laugardag (Myndir)

Júdódeild KA fagnaði lokum vetrarins með því að halda júdómót fyrir yngstu iðkendur deildarinnar. Í kjölfarið var öllum iðkendum og foreldrum þeirra boðið í pizzuveislu. Nú fara allar júdóæfingar yngri iðkenda í sumarfrí en þráðurinn verður svo tekinn upp næsta haust.