Fréttir

Afmælismót JSÍ

Afmælismót JSÍ í yngri flokkum (U13/U15/U18/U21) var haldið í dag laugardaginn 17. febrúar. Mótið var afar fjölmennt og stóð frá kl. 10 til rúmlega 15. Það sáust margar glæsilegar viðureignir okkar lið stóð sig vel utan vallar sem innan. Hér má sjá keppendur og árangur KA manna: Berenika BERNAT (U18 63kg Gull og U21 63kg Gull) Hekla PÁLSDÓTTIR (U18 70kg Gull og U21 70kg Gull) Gylfi EDDUSON (U18 -50kg Silfur) Baldur GUÐMUNDSSON (U18-55kg Silfur) Birkir BERGSVEINSSON (U15 -46kg Silfur) Árni ARNARSSON (U18-60kg Silfur) Kristín GUÐJÓNSDÓTTIR (U18 21kg Brons) Snæbjörn BLISCHKE (U15 73kg 4. sæti)

Alexander keppir á Danish Open

Alexander Heiðarsson mun halda til Danmerkur á morgun þar sem hann mun taka þátt í Opna danska meistaramótinu í júdó. Hann fer til Danmerkur ásamt fimm öðrum landsliðsmönnum á vegum Júdósambands Íslands en keppir einn fyrir KA. Mótið er feiknar sterkt. Mótherjar hans eru ekki aðeins sterkustu júdómenn Skandinavíu heldur einnig Hollands og Bretlandseyja. Alexander keppir í flokki fullorðinna í -60kg á laugardeginum og á sunnudaginn keppir hann í undir 21 árs einnig í -60 kg. en sjálfur er hann 17 ára. Að móti loknu dvelur hann í æfingabúðum fram á miðvikudag. Sýnt verður beint frá mótinu og verður slóðina að finna á netinu á laugardaginn. Mótið fer fram í Vejle. Hér er slóðin þar sem finna má útsendinguna: https://www.facebook.com/MatsumaeCup.DanishOpen/ http://danishopenjudo.dk/

Þrjú brons á RIG 2018

KA menn gerðu góða ferð á Reykjavíkurleikana. Þeir Alexander Heiðarsson, Arnar Þór Björnsson og Karl Stefánsson nældu sér í brons. Íslendingar fengu samtals tvö silfur og sjö brons á leikunum þannig að árangur okkar manna er góður. Við óskum þeim til hamingju.

WOW REYKJAVÍK INTERNATIONAL GAMES

WOW REYKJAVÍK INTERNATIONAL GAMES er nú í fullum gangi. Keppni í JÚDÓ hefst laugardaginn 27. janúar kl.10 í Laugardagshöll. Sýnt verður frá keppninni á ríkissjónvarpinu kl. 14:30. Á Reykjavíkurleikana koma afar sterkir þátttakendur frá fjölmörgum löndum og í ár koma keppendur frá Tékklandi, Frakklandi, Bretlandi, Póllandi, og auðvitað frá Norðurlöndunum. Margir heimsklassa júdómenn hafa verið á meðal þátttakenda frá upphafi, bæði heims og Ólympíumeistarar og í fyrra var fyrrum Evrópumeistari, Marcus Nyman á meðal þátttakenda. Í ár hafa erlendir keppendur aldrei verið fleiri og jafnari og verða allir okkar bestu judo menn og konur á meðal þátttakenda. Daginn eftir mót verður haldin sameiginleg æfing með öllum keppendum sem Petr Lacina landsliðsþjálfari Tékka mun stjórna en hann er þjálfari eins þekktasta judo manns heims Lukas Krpalek, Evrópu, heims og Ólympíumeistara. Ásamt Petr hafa umsjón með æfingunni landsliðsþjálfarar Íslands (u18, u21 og seniora) þau Anna Soffía Víkingsdóttir, Hermann Ragnar Unnarsson og Jón Þór Þórarinsson. Keppendur frá KA eru Adam Brands Þórarinsson, Alexander Heiðarsson, Arnar Þór Björnsson, Dofri Vikar Bragason, Edda Ósk Tómasdóttir, Hekla Dís Pálsdóttir og Karl Stefánsson

Vetrarstarf í júdó að hefjast

Æfingar hefjast 4. september. Til að byrja með fara skráningar fram hjá þjálfara á æfingu. Nánari upplýsingar veitir Adam í síma 863 4928.

Júdó aftur í KA á 40 ára afmæli deildarinnar

Stjórn júdódeildar Draupnis og aðalstjórn KA hafa sameiginlega ákveðið að hefja aftur æfingar í júdó undir merkjum KA. Í sumar voru liðin 40 ár frá því að júdódeild KA var stofnuð og eru það mikilar gleðifréttir að júdó verið aftur starfrækt undir merkjum KA

Stórskemmtilegt Íslandsmót 11-14 ára, KA með helming allra gullverðlauna.

Íslandsmót 11-14 ára fór fram í KA-heimilinu á Akureyri í gær. Keppendur voru frá 6 félögum og var keppt í bæði einstaklings-og liðakeppni.  KA krakkar stóðu sig afar vel og unnu til 9 gullverðlauna, næstir komu vinir okkar í JR með 4 gull en önnur félög með minna.  Í liðakeppni 11-12 ára sigraði KA, en í liðakeppni 13-14 ára sigraði JR.

Allar júdóæfingar falla niður í dag 23. mars.

Allar júdóæfingar falla niður í dag 23. mars vegna Íslandsmóts fullorðinna.

Myndir frá ÍM 15-16 og 17-19 ára.

Karl þrefaldur Íslandsmeistari á ÍM 17-19 ára, Helga glímdi með strákunum...og vann.

Íslandsmót 15-16 ára og 17-19 ára fór fram í Reykjavík í gær.  KA átti 7 keppendur á mótinu og fóru þau vægast sagt á kostum.