Mjög vel heppnuð lærdómsferð 9-14 ára júdókrakka.
03.05.2010
Þeir júdókrakkar sem æfa með flokkum 9-14 ára hjá KA fóru til Reykjavíkur nú um helgina til þess að æfa með
jafnöldrum sínum af öllu landinu. Tilgangur ferðarinnar var að kynnast jafnöldrum sínum sem eru einnig að æfa júdó án
þess að keppni sé blandað þar inn í. Einnig að fá tækifæri til þess að læra af öðrum
þjálfurum.