Kyu-mót JSÍ í öllum aldursflokkum fór fram laugardaginn 14. nóvember í júdósalnum. Keppendur voru 88 frá 6
félögum. Mótið tókst mjög vel. Skipting verðlauna varð eftirfarandi:
Hinn árlegi KA dagur fyrir handbolta, júdó og blak verður haldinn n.k. laugardag 17. október. Ýmislegt verður um að vera en meigin tilgangur dagsins er
að innheimta æfingagjöld og skrá nýja þáttakendur. Skráning og innheimta hefst kl 10:30 og stendur til 13:30, á þessum tíma
verður einnig boðið upp á leiki sem þjálfarar yngriflokka munu sjá um, íþrótta markað með notuðum og nýjum
íþróttabúnaði. Einnig verður öllum boðið upp á veitingar, vöflur, kaffi eða safa. Við hvetjum sem flesta að láta
sjá sig á laugardaginn! Þess ber að geta að æfingagjöld fyrir yngriflokkastarf knattspyrnudeildar er ekki hægt að greiða á þessum
degi. Ef smellt er á lesa meira má lesa um nýtt og spennandi samvinnuverkefni sem allar deildir taka þátt í.
Við minnum einnig á að það er nýtt kortatímabil!
Í dag fór fram sterkt júdómót í Þrándheimi í Noregi. KA átti þar einn keppanda,
Björn Harðarson (Blöndal). Hann keppti í -73kg. flokki og sigraði alla andstæðinga sína á ippon og vann því til
gullverðlauna. Björn starfar sem verkfræðingur í Noregi og keppti að sjálfsögðu undir merkjum KA á mótinu eins og hann hefur alltaf
gert, en hann er margfaldur Íslandsmeistari í júdó.
Haustmót JSÍ fór fram um síðustu helgi. KA átti 8 keppendur á mótinu og unnu þeir til 1 gullverðlauna, 3 silfurverðlauna og 1
bronsverðlauna. Frammistaða þeirra var eftirfarandi:
Hér í pdf skjali er hægt að nálgast yfirlit yfir allar viðureignir mótsins. Athugið að þessar upplýsingar eru skráðar
eftir mótið og eru settar fram með fyrirvara. Villur geta hafa slæðst inn við gerð hennar.
Úrslit viðureigna á Landsmóti UMFÍ
Myndir frá landsmótinu (Ljósmyndari: Karl
Frímannsson).
Hér er hægt að úrslit í júdómótinu á Landsmóti UMFÍ 2009.
Úrslit - Landsmót UMFÍ 2009 (excell skjal)
Stigakeppni félaganna
Íþróttabandalag Akureyrar
143
Íþróttabandalag Reykjavíkur
41
Ungmennafélag Grindavíkur
34
Ungmennasamband Eyjafjarðar
29
Ungmennafélag Njarðvíkur
9
Nánari úrslit og myndir koma bráðlega
Æfingatímar í júdó breytast frá og með deginum í dag og verða með eftirfarandi hætti í sumar:
Mánudagar kl. 20:00 - 21:30: Júdó.
Þriðjudagar kl. 20:00 - 21:30: Þrek.
Miðvikudagar kl. 20:00 - 21:30: Júdó.
Fimmtudagar kl. 20:00 - 21:30: Þrek.
Föstudagar kl. 20:00 - 21:30: Júdó.
Þrekæfingar verða til að byrja með í KA-heimilinu.
Sunnudagur kl. 11:20
Eyjólfur keppti í fullorðinsflokki í -66kg. Hann tapaði fyrstu glímu en fékk uppreisn sem hann tapaði einnig. Hann hefur því
lokið þátttöku.
13:40
Eyjólfur fékk uppreisn en tapaði henni. Þau eru því bæði búin í dag. Eyjólfur keppir svo á morgun í
fullorðinsflokki.
12:47
Helga keppti eina glímu í U20 sem hún tapaði. Móherji hennar var Sabina Simmelhag.
Eyjólfur tapaði fyrstu glímunni sinni í U20 og ekki enn vitað hvort hann fær uppreisn.
11:20
Helga og Eyjólfur eru að öllum líkindum að hefja keppni í U20
11:20
Helga er búin að keppa í U17. Hún tapaði báðum glímum og hafnaði í 3. sæti. Lenti í fastataki í annarri
glímunni en í hinni sigraði andstæðingur hennar með 2 yuko.