Judoæfingar hefjast mánudaginn 22. ágúst í KA heimilinu. Judoæfingar eru fyrir alla einstaklinga frá 6 ára aldri (1. bekk). Við bjóðum alla velkomna að prófa, nýja sem gamla iðkendur.
Anna Soffía Víkingsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði tvöfalt á íslandsmeistaramóti í júdó um helgina en hún keppir fyrir hönd KA. Anna Soffía kom ákveðin til leiks og sigraði allar sínar glímur á ippon eða fullnaðarsigri á mótinu. Alls hefur Anna Soffía Víkingsdóttir orðið nítján sinnum íslandsmeistari í júdó.
Kæru foreldrar og iðkendur í júdó.
Vegna aukinna smita í grunnskólum Akureyrar hefur stjórn júdódeildar ákveðið að fella niður æfingar hjá grunnskólakrökkum út komandi viku (4. - 8. október).
Æfingar fyrir börn fædd 2005 og síðar hefjast samkvæmt æfingatöflu á morgun miðvikudag 18. nóv.
Júdóæfingar barna mega hefjast aftur, samkvæmt nýrri reglugerð sem tekur gildi á morgun 18. nóv. Verður börnum fæddum 2005 og síðar heimilt að mæta aftur til æfinga. Gunni og Berenika eru full tilhlökkunar og klár í að taka við krökkunum, líkleg tilbúin með ný tök og jafnvel köst líka.
Mikilvægasta vörnin gegn COVID-19 í tengslum við æfingar er að farið sé eftir tilmælum heilbrigðisyfirvalda eins og nokkur kostur er. Heimilt er að stunda keppnisíþróttir og við stefnum því á að halda úti júdóæfingum eins og kostur er. Undanþága frá 1 metra reglu fyrir iðkendur og þjálfara gildir aðeins á æfingasvæðinu, ekki utan þess.
Á morgun, mánudaginn 8. júní hefjast júdóæfingar. Æfingarnar verða með fremur óhefðbundnu sniði en aðeins einn aldursflokkur verður. Æfingar verða fyrir 11 ára (á árinu) og eldri þrisvar í viku. Æfingar verða á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 17:15-18:30. Æfingar verða fríar í sumar en eingöngu fyrir þá sem hafa æft áður og kunna eitthvað í júdó.
Adam Brands Þórarinsson hefur nú ákveðið að hætta þjálfun. Adam hefur verið burðarás júdóíþróttarinnar á Akureyri í fjölmörg ár og þjálfað upp fjölmarga frábæra júdóiðkendur.
Níu keppendur frá Íslandi munu keppa á Opna finnska meistaramótinu í júdó sem haldið verður í Turku Finnlandi á laugardaginn næstkomandi. Gylfi Rúnar Edduson mun keppa í -66kg flokki í U18 og U21.
Gylfi Edduson og Berenika Bernat taka þátt í Norðurlandamótinu í júdó sem haldið er í Rovaniemi í Finnlandi um helgina.
Einnig munu fyrrum KA kempur þeir Breki Bernharðsson og Dofri Bragason taka þátt.