11.08.2016
Það er samkomulag milli stjórnar knattspyrnudeildar og Fannars Hafsteinssonar að leikmaðurinn taki sér tímabundið frí vegna persónulegra ástæðna. Stjórn knattspynudeildar stendur heilshugar á bakvið þessa ákvörðun og vonast til þess að sjá Fannar sem fyrst aftur í leikmannahópnum.
Aron Dagur mun nú fá stærra tækifæri í leikmannahópi KA og berum við fullt traust til hans til að stíga upp og sinna því verkefni.
10.08.2016
Markvörður okkar KA manna hann Aron Dagur Birnuson mætti í stutt spjall en hann var á reynslu hjá Nordsjælland í Danmörku og hafði fyrr verið á reynslu hjá Stoke City í Englandi. Hann er á fyrsta ári í 2. flokk hjá KA en hann er einnig unglingalandsliðsmaður
08.08.2016
Kvennalið Þórs/KA sótti botnlið ÍA heim í gær í 11. umferð Pepsi deildar kvenna. Fyrir fram var reiknað með sigri okkar liðs en Þór/KA vann fyrri leik liðanna í sumar 4-0 og þá höfðu orðið breytingar á þjálfarateymi ÍA liðsins, annað kom þó á daginn
07.08.2016
KA fór austur til Seyðisfjarðar síðastliðin föstudag og lék gegn Huginn. Heimamenn höfðu betur 1-0 með marki í uppbótartíma.
05.08.2016
KA mætir Huginn frá Seyðisfirði í útileik í 14. umferð Inkasso deildarinnar í dag klukkan 19:15. Það má með sanni segja að leikurinn sé mikilvægur fyrir bæði lið en á meðan að KA vermir toppsætið þá eru Huginsmenn í fallbaráttu
04.08.2016
Callum Williams leikmaður KA mætti í Árnastofu í gott spjall við hann Siguróla Magna þar sem þeir félagar fóru yfir feril Callums ásamt ýmsu öðru. Callum lék meðal annars í 10 ár hjá Leeds þar sem hann komst í kynni við nokkra vel þekkta leikmenn
27.07.2016
KA og Haukar áttust við í kvöld í 13. umferð Inkasso deildarinnar. Gestirnir í Haukum höfðu betur og unnu óvæntan 0-1 sigur.
26.07.2016
Kvennalið Þórs/KA tók á móti toppliði Stjörnunnar í kvöld í 10. umferð Pepsi deildarinnar. Fyrir leikinn munaði 5 stigum á liðunum og var ljóst að með sigri myndi Þór/KA blanda sér allhressilega inn í toppbaráttuna
26.07.2016
Bæði A og B lið 2. flokks leika á KA-velli í kvöld og mun KA-TV sýna báða leikina í beinni. Í 2. flokki tefli KA fram liði ásamt Dalvík/Reyni en bæði A og B liðin taka á móti liðum frá Stjörnunni/KFG
25.07.2016
KA tekur á móti Haukum á Akureyrarvelli á miðvikudaginn klukkan 19:15 í 13. umferð Inkasso deildarinnar. KA trónir á toppi deildarinnar með 29 stig á meðan Haukar sitja í því 10. með 11 stig