Fréttir

Steinþór Freyr Þorsteinsson í KA

Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Sandnes Ulf í Noregi hefur ákveðið að söðla um og skrifaði í dag undir tveggja ára samning við KA.

Áki og Bjarni gera þriggja ára samning við KA

Áki Sölvason og Bjarni Aðalsteinsson gerðu í dag þriggja ára samning við KA. Bjarni og Áki eru báðir fæddir árið 1999 og léku á fyrsta ári 2. flokks í sumar.

Kristófer Páll Viðarsson á láni til KA

KA og Víkingur Reykjavík hafa komist að samkomulagi um það að Kristófer Páll Viðarsson leiki með KA næsta árið eða svo. Kristófer Páll er 19 ára gamall sóknarmaður sem lék með Leikni Fáskrúðsfirði síðasta sumar í Inkassodeildinni. Kristófer, sem er fæddur árið 1997, skoraði 10 mörk í 22 leikjum í sumar fyrir Leikni, þar af fjögur í ótrúlegum sigri liðsins á HK í síðustu umferð Inkassodeildarinnar

Ásgeir Sigurgeirsson semur við KA til tveggja ára

Þær fréttir bárust KA mönnum í dag að sóknarmaðurinn ungi og efnilegi Ásgeir Sigurgeirsson hefði gert tveggja ára samning við félagið. Ásgeir var á láni frá Stabæk síðasta sumar og sló heldur betur í gegn og vann bæði hug og hjörtu stuðningsmanna liðsins.

Myndband frá 0-3 sigri KA á Þórsvelli

KA mætti á Þórsvöll í lokaumferð Inkasso deildarinnar þann 24. september 2016. Fyrir leikinn hafði KA tryggt sér sigur í deildinni en Þórsarar höfðu misst af tækifærinu á að komast í deild þeirra bestu, það var því aðeins bæjarstoltið undir í leiknum

Bjarki Viðarsson endurnýjar samning sinn við KA

Þau gleðitíðindi bárust núna rétt fyrir helgi að Bjarki Þór Viðarsson hefur framlengt samning sinn við KA um eitt ár. Bjarki er því samningsbundinn KA til loka tímabilsins 2017.

Úrvalslið Inkasso: 6 frá KA!

Fotbolti.net valdi í dag úrvalslið Inkasso deildarinnar en deildinni lauk um síðustu helgi. Eins og við vitum vel og leiðist ekki að rifja upp þá vann KA öruggan sigur í deildinni og það sést glögglega á úrvalsliðinu

Ótrúlegur leikur í Eyjum tryggði Þór/KA 4. sætið

Kvennalið Þórs/KA gerði í dag 3-3 jafntefli gegn ÍBV í Vestmannaeyjum sem þýðir að liðið endar í 4. sæti Pepsi deildarinnar í ár. Heimastúlkur hefðu með sigri farið upp fyrir Þór/KA en góð byrjun okkar liðs kom í veg fyrir þá drauma Eyjastúlkna.

Lokahófið: Guðmann og Rajko bestir (myndband)

Lokahóf knattspyrnudeildar KA var haldið síðustu helgi eftir 0-3 útisigurinn á Þór. Mikil gleði ríkti í KA-Heimilinu eðlilega enda stóð liðið uppi sem öruggur sigurvegari í Inkasso deildinni . Uppselt var á lokahófið og komust því færri að en vildu

Tölfræði sumarsins: Besta liðið í Inkasso

Nú þegar Inkasso deildinni er lokið og við KA-menn búnir að fagna sigri liðsins í deildinni vel og innilega er gaman að líta yfir sumarið og renna yfir nokkra skemmtilega tölfræðipunkta. Aðalega er stuðst við upplýsingar úr gagnagrunni KSÍ ásamt upplýsingum sem heimasíðan hefur tekið saman í sumar