Fréttir

Fimm leikmenn semja hjá Þór/KA

Undirbúningur fyrir næsta sumar er í fullum gangi hjá Þór/KA og í dag skrifuðu alls fimm leikmenn undir samning hjá liðinu. Þrír leikmenn framlengdu samning sinn við liðið en það voru þær Harpa Jóhannsdóttir, Heiða Ragney Viðarsdóttir og Karen María Sigurgeirsdóttir

KA mætir Leikni F í Boganum í dag

Kjarnafæðismótið í knattspyrnu heldur áfram í Boganum í dag þegar KA mætir Leikni Fáskrúðsfirði. Fyrir leikinn er KA með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leiki sína en þarf engu að síður á sigri að halda til að endurheimta toppsætið

Að skilja kraftinn - pistill frá Óla Stefáni

Ágætu KA menn og konur, nú er árið 2020 gengið í garð. Ár sem er fullt af möguleikum og tækifærum fyrir okkar ástsæla félag. Ég hef verið svo heppinn að fá að kynnast félaginu inn og út núna í rúmlega eitt ár en ég hóf störf hér í nóvember 2018

Arion banki styrkir knattspyrnudeild KA næstu 3 árin

Arion banki og knattspyrnudeild KA undirrituðu í dag þriggja ára styrktarsamning. Það er ljóst að þessi samningur mun skipta miklu máli í starfi deildarinnar og erum við afar þakklát Arion banka fyrir stuðninginn

KA lagði Magna 4-1, myndaveisla

KA mætti Magna í gærkveldi í þriðju umferð Kjarnafæðismótsins en fyrir leikinn var KA með fullt hús stiga en Grenvíkingar unnið einn leik og tapað einum. Einar Ari Ármannsson sem verður 17 ára á árinu lék í marki KA en Aron Dagur Birnuson var frá vegna meiðsla og Kristijan Jajalo er ekki kominn heim úr sínu jólafríi

Karen María valin í U-19 landsliðið

Karen María Sigurgeirsdóttir var á dögunum valin í U-19 ára landslið Íslands í knattspyrnu. Karen María er lykilmaður í liðinu en á dögunum komst liðið áfram úr undanriðli EM. Hún hefur leikið 7 landsleiki með U-19 ára liðinu og skorað í þeim tvö mörk

Ottó Björn og Sveinn Margeir valdir í U19

Ottó Björn Óðinsson og Sveinn Margeir Hauksson voru á dögunum valdir í U19 ára landslið Íslands. Hópurinn mun koma saman og æfa dagana 13.-15. janúar næstkomandi en þjálfari liðsins er enginn annar en Þorvaldur Örlygsson

Bjarni Mark valinn í A-landsliðið

Bjarni Mark Antonsson var í dag valinn í A-landslið Íslands í knattspyrnu sem mun leika tvo æfingaleiki í Los Angeles í Bandaríkjunum. Þetta er í fyrsta skiptið sem Bjarni er valinn í A-landsliðið og óskum við honum innilega til hamingju með valið

KA mætir Magna kl. 19:00 í kvöld

Kjarnafæðismótið í knattspyrnu heldur áfram í kvöld þegar KA mætir Magna klukkan 19:00 í Boganum. Leikurinn er liður í þriðju umferð mótsins og er KA liðið með fullt hús stiga eftir sannfærandi sigra á Völsung og KA2

Angantýr Máni framlengir við KA út 2022

Angantýr Máni Gautason framlengdi í dag samning sínum við knattspyrnudeild KA út sumarið 2022. Angantýr sem verður tvítugur á næstu dögum er uppalinn hjá félaginu og er bæði öflugur leikmaður sem og flottur karakter utan vallar