15.05.2018
Það eru alvöru nágrannaslagir í dag í fótboltanum en í 2. flokki karla tekur sameiginlegt lið KA/Dalvík/Reynir/Magni á móti Þór á KA-vellinum klukkan 18:00 en leikurinn er liður í 32-liða úrslitum Bikarkeppni 2. flokks
13.05.2018
Sigurför Íslandsmeistara Þórs/KA heldur áfram í Pepsi deild kvenna en í dag vann liðið 0-2 útisigur á Bikarmeisturum ÍBV í Vestmannaeyjum. Liðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum fyrir sumarið og það lítur ekki út fyrir að sú pressa sé að hafa einhver áhrif á þetta magnaða lið
13.05.2018
KA vann góðan 2-0 sigur á ÍBV í fyrsta heimaleik sínum í Pepsi deildinni í gær. Mikið líf var á Akureyrarvallarsvæðinu enda var ýmislegt skemmtilegt í boði. Hitað var upp á báðum endum vallarins og var hægt að fara á sparkvöll, fá andlitsmálningu, happdrætti, kakó og kleinur og margt fleira
13.05.2018
Það er meistaraslagur í Vestmannaeyjum í Pepsi deild kvenna í dag þegar Íslandsmeistarar Þórs/KA sækja Bikarmeistara ÍBV heim. Leikurinn hefst klukkan 14:00 og verður virkilega áhugavert að fylgjast með gangi mála enda hefur verið mikið líf í síðustu viðureignum liðanna
12.05.2018
KA bar sigurorð af ÍBV í fyrsta heimaleik sumarsins á Akureyrarvelli. Elfar Árni Aðalsteinsson kom KA á bragðið í fyrri hálfleik og Ásgeir Sigurgeirsson bætti svo við marki í síðari hálfleik og innsiglaði 2 - 0 sigur KA.
12.05.2018
KA leikur sinn fyrsta heimaleik í sumar þegar liðið tekur á móti ÍBV á Akureyrarvelli klukkan 16:00. Það má búast við skemmtilegum leik en síðast þegar liðin mættust á Akureyrarvelli vann KA ótrúlegan 6-3 sigur eftir að gestirnir höfðu komist í 0-2
11.05.2018
KA leikur sinn fyrsta heimaleik í sumar þegar liðið tekur á móti ÍBV á Akureyrarvelli á morgun, laugardag, klukkan 16:00. Mikil eftirvænting er í loftinu enda búist við miklu af okkar liði í sumar og gaman að fá loksins heimaleik
09.05.2018
Stelpurnar í Þór/KA höluðu inn góðum sigri í kvöld þegar liðið tók á móti nýliðum HK/Víkings í Boganum. Það var ljóst að stelpurnar myndu þurfa góðan skammt af þolinmæði enda sterkari aðilinn fyrir fram
09.05.2018
Undanfarin ár hefur maður leiksins í heimaleikjum KA í fótboltanum verið verðlaunaður með glæsilegum pakka frá Nivea. Þetta vel heppnaða samstarf mun halda áfram í sumar og verða pakkarnir meira að segja enn veglegri í sumar en undanfarin ár
08.05.2018
Íslandsmeistarar Þórs/KA hófu sumarið af gríðarlegum krafti þegar liðið vann 0-5 útisigur á Grindavík í fyrsta leik sumarsins. Á morgun, miðvikudag, er svo komið að fyrsta heimaleiknum þegar sameinað lið HK og Víkings mætir norður en leikurinn fer fram í Boganum og hefst kl. 18:00.