Fréttir

Vinnu- og tiltektardagur á Akureyrarvelli á þriðjudag

Á morgun, þriðjudag, ætlum við að taka til hendinni á Akureyrarvelli. Vinnudagurinn hefst kl. 16:30 og stendur eitthvað frameftir. Allar hendur vel þegnar til þess að koma vellinum okkar í toppstand fyrir fyrsta heimaleik sem er á laugardaginn! Við verðum búin fyrir Eurovision!

Tap gegn Fylki í Egilshöllinni

KA mætti Fylkismönnum í Egilshöll í dag í annarri umferð Pepsi deildar karla. KA var þarna að leika sinn annan leik í Egilshöllinni en liðið gerði 2-2 jafntefli við Fjölni í fyrstu umferðinni en Fylkismenn höfðu tapað 1-0 gegn Víkingi í sínum leik

Þór/KA byrjar sumarið á stórsigri

Titilvörn Íslandsmeistaranna í Þór/KA hófst í dag og það með glæsibrag þegar stelpurnar sóttu Grindavík heim. Á síðustu leiktíð tapaðist leikurinn í Grindavík en það var alveg ljóst frá fyrstu mínútu að það myndi ekki endurtaka sig hér í dag

Fylkir og KA mætast í Egilshöllinni

KA liðið leikur sinn annan leik í Pepsi deildinni á morgun, sunnudag, þegar liðið sækir Fylkismenn heim í Egilshöllina klukkan 17:00. KA liðið gerði 2-2 jafntefli einmitt í Egilshöll í fyrstu umferð gegn Fjölnismönnum en Fylkismenn töpuðu á sama tíma 1-0 gegn Víkingum

Fyrsti leikur Þórs/KA á morgun

Pepsi deild kvenna er komin af stað og fyrsti leikur Íslandsmeistara Þórs/KA er á morgun á Grindavíkurvelli þegar liðið sækir Grindavík heim. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og er um að gera að drífa sig á völlinn ef þið eruð fyrir sunnan

Stefnumót í Boganum á morgun

KA og Stefna hafa undanfarin ár haldið svokölluð Stefnumót í fótbolta fyrir yngri flokka í Boganum. Á morgun, laugardag, fer fram Stefnumót fyrir 6.-8. flokk hjá strákum og stelpum. Það er ljóst að það verður gríðarlegt fjör á svæðinu en mótið hefst klukkan 9:40 og lýkur um klukkan 18:00

Ársmiðasala í fullum gangi hjá fótboltanum

Það styttist í fyrsta heimaleik KA í Pepsi deildinni í sumar og er sala ársmiða farin á fullt hjá okkur. Það er ein breyting á ársmiðunum hjá okkur í ár en hún felur í sér að hver miði gefur aðgang að 15 leikjum í sumar þrátt fyrir að KA leiki einungis 11 heimaleiki. Þannig að ef að þú kemst á alla leikina í sumar þá getur þú 4 sinnum boðið með þér á leik, eða ef þú kemst 8 sinnum þá geturðu 7 sinnum boðið með þér

Hægt að vitja happdrættisvinninga í dag

Dregið var í happdrætti meistaraflokks karla í knattspyrnu á dögunum og eftirfarandi númer fengu vinning. Einhverjir hafa nú þegar sótt sína vinninga en við hvetjum ykkur sem ekki hafið sótt til að koma í KA-Heimilið í dag milli klukkan 16:00 og 18:00

KA fékk útileik gegn FH í bikarnum

Í dag var dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins í hádeginu og var KA í pottinum eftir 1-2 sigur á Haukum á þriðjudaginn. Það er ljóst að KA þarf að mæta aftur í Hafnarfjörðinn því að liðið fékk það verðuga verkefni að mæta FH á Kaplakrika

Fotbolti.net spáir Þór/KA 1. sætinu

Það er farið að styttast í að Pepsi deild kvenna hefjist og birti Fotbolti.net spá sína fyrir deildina í dag. Spekingarnir þar spá Þór/KA Íslandsmeistaratitlinum en stelpurnar eru einmitt ríkjandi meistarar og urðu í síðustu viku bæði Deildabikarmeistarar og Meistarar Meistaranna. Fyrsti leikur hjá liðinu í sumar er á laugardaginn þegar liðið sækir Grindavík heim