Fréttir

22.08.2025

KA og Hallgrímur Mar framlengja út 2026

Knattspyrnudeild KA og Hallgrímur Mar Steingrímsson hafa ákveðið að nýta ákvæði í samningi sínum og framlengja hann út sumarið 2026. KA og Grímsi skrifuðu undir tveggja ára samning sumarið 2023 en samningurinn innihélt ákvæði um þriðja árið sem hefur nú verið virkjað
21.08.2025

Handboltaæfingar vetrarins byrja á mánudaginn!

Handboltaveturinn er að fara af stað og tekur vetrartaflan í starfi KA og KA/Þórs gildi á mánudaginn (25. ágúst) og erum við afar spennt að fara á fullt aftur
21.08.2025

Blakæfingar vetrarins hefjast á mánudaginn

Blakveturinn er að fara af stað og tekur vetrartaflan í starfi blakdeildar KA gildi á mánudaginn (25. ágúst) og erum við afar spennt að fara á fullt aftur
21.08.2025

Fimleikadeild óskar eftir að ráða þjálfara!

Fimleikadeild KA óskar eftir að ráða aðstoðarþjálfara til starfa, bæði virka daga og á laugardögum, með krílahópum. Okkur vantar metnaðarfulla og jákvæða einstaklinga sem hafa gaman af að vinna með börnum
20.08.2025

KA óskar eftir starfskrafti - kvöld og helgarvaktir

Knattspyrnufélag Akureyrar leitar nú að öflugum aðila í kvöld og helgarvaktir. Við leggjum mikið upp úr jákvæðni og þjónustulipurð sem fellur vel við samskipti við börn og unglinga. KA skipar mikilvægt hlutverk í akureyrsku samfélagi og leggjum við metnað okkar í að sinna því vel og vandlega
19.08.2025

Liðsmyndir og myndband frá N1 móti stelpna

KA og N1 hafa haldið N1 mótið fyrir 5. flokk drengja frá árinu 1987 og hefur mótið vaxið og dafnað ár frá ári og er nú eitt allra stærsta íþróttamót landsins og er klárlega einn af hápunktum ársins hjá okkur KA-mönnum. Á dögunum var sagan svo skrifuð upp á nýtt er KA og N1 héldu fyrsta N1 mótið fyrir 6. flokk stúlkna
17.08.2025

Snorri vann gull með U17 í Ungverjalandi

Snorri Kristinsson var í lokahóp U17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem lék á Telki Cup í Ungverjalandi á dögunum. Fjögur lið léku á mótinu en auk Íslands tóku Ungverjar, Írar og Tyrkir þátt
15.08.2025

Haustönn hefst 25.ágúst

Ný og spennandi fimleikaönn hefst 25.ágúst samkvæmt stundaskrá og lýkur 20.desember. Æfingatafla haustsins er komin inn á heimasíðu, hana má finna hér en við biðjum ykkur að hafa í huga að hún er birt með fyrirvara um einhverjar breytingar. Æfingar verða einnig settar inn á Sportabler fljótlega

Æfingatöflur

KOMDU Á ÆFINGU!

KA býður upp á fjölbreyttar æfingar fyrir hressa krakka í fótbolta, handbolta, blaki, júdó, lyftingum og fimleikum. Það er alltaf í boði að koma og prófa og hvetjum við ykkur eindregið til að prófa sem flestar greinar hjá KA.

Æfingatíma má finna á undirsíðu hverrar deildar fyrir sig. Ef einhverjar spurning eru þá er hægt að hafa samband við yfirþjálfara hjá hverri deild fyrir sig. Hlökkum til að sjá ykkur!