Slæmt tap gegn HK og titillinn bíður um stund - Stelpurnar unnu Ými

Blak

Tvö efstu lið MIKASA deildar karla, KA og HK, mættust í Kópavogi í dag. Með sigri hefði KA tryggt sér deildarmeistaratilinn og um leið sinn fyrsta titil í 18 ár. Mikil stemning var á leiknum en liðsmenn KA voru illa stemmdir og steinlágu 1-3. KA á tvo leiki eftir í deildinni og sigur í öðrum þeirra nægjir til að landa deildarmeistaratitlinum.
Stelpurnar spiluðu einnig í dag og unnu þær Ými 3-2. Þær eiga eftir tvo heimaleiki, gegn HK og Fylki en þau lið eru efst í deildinni. Stöðuna í kvennadeildinni má sjá með því að lesa meira.
Bæði lið eru nú komin í úrslitakeppni Íslandsmótsins og einnig eru þau í undanúrslitum bikarsins.
Karlaliðið mun spila við Þrótt Reykjavík í þeirri keppni en stelpurnar spila við Fylki. Báðir leikirnir fara fram 13. mars í Laugardalshöllinni. Ef KA kemst í úrslitaleikina þá munu þeir verða spilaðir daginn eftir.


Tímasetningar bikarleikjanna laugardaginn 13. mars:

  1. KA-Fylkir kl. 12.00 kvenna
  2. Þr.N-HK kl. 14.00 kvenna
  3. Þr.R – KA kl. 16.00 karla
  4. Stjarnan-HK kl. 18.00 karla

 


Sæti Leikir Stig Hrinur Stigaskor Hlutfall
HK 1 9 16    24-05   701-490   4.80  1.43
Fylkir 2 10 14    23-17   877-794   1.35  1.10
KA 3 10 14    21-20   849-852   1.05  1.00
Þróttur N. 4 8 12    22-06   650-509   3.67 1.28
Ýmir 5 11 6    12-29   807-938   0.41  0.86
Þróttur R. 6 10 4    14-25   740-894   0.56  0.83
Stjarnan 7 10 2    13-27   776-923   0.48  0.84

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is