Fréttir

Laugardagshópar

Laugardagshópar eru börn fædd 2009 2008 og 2007.Hóparnir S1 og S2 eru fyrir börn fædd 2009, S3, S4 fyrir börn fædd 2008, S5 er blandaður af börnum fæddum 2008 og 2007.S6 og S7 eru svo fyrir börn fædd 2007.

FIMAK komið í samstarf við Motus

FIMAK er komið í samstarf við Motus og sjá þeir nú um innheimtu á vangoldnum æfingagjöldum fyrir félagið.Ef reikningar eru ógreiddir 15 dögum eftir eindaga fá viðkomandi einstaklingar bréf þar sem þeim gefst kostur á að ganga frá skuld sinni.

Vegna tölvupósts sem sendur var út í morgun

Við viljum benda á að hópanúmer sem send voru út með tölvupóst fyrr í dag eru ekki rétt, við erum ennþá að vinna að niðurröðun í hópa og því er þær upplýsingar ekki marktækar.

Skráning iðkenda, biðlistar og fleira

Af gefnu tilefni viljum við árétta að börn sem æfðu hjá okkur síðasta vetur og kláruðu veturinn eru sjálfkrafa áfram á skrá hjá félaginu.Ef einhver ætla að hætta nú þarf að skrá iðkandann úr félaginu með því að senda tölvupóst á skrifstofa@fimak.

Haustönn hefst mánudaginn 27. ágúst

Haustönnin hjá FIMAK hefst mánudaginn 27.ágúst skv, stundatöflu.Stundatafla er sem stendur í smíðum og verður birt um leið og hún er tilbúin ásamt upplýsingum um hópaskipan.

Opnunartími skrifstofu í ágúst

Í ágúst verður skrifstofa FIMAK opin kl.08.00-12.00 á virkum dögum.Þar verður hægt að nálgast DVD myndir og ljósmyndir frá vorsýningu FIMAK, ganga frá og semja um ógreidd vanskilagjöld og fleira.

Íslenska landsliðið í hópfimleikum verður með sýningu fimmtudaginn 2.ágúst kl. 16.00

Íslenska landsliðið í hópfimleikum bæði í kvenna og mix flokki verða með sýningu í íþróttamiðstöðinni við Giljaskóla fimmtudaginn 2.ágúst kl.16.00.Frítt er inn á sýninguna og ætlar FIMAK að vera með sjoppu.

Kirkjutröppuhlaup, 3.ágúst kl. 16.00 ATH. dagskrá hefst kl. 15.00

FIMAK sér um árlegt kirkjutröppuhlaup sem fram fer föstudaginn 3.ágúst kl.16.00.Dagskrá hefst kl.15.00 með heimsókn frá Leikhópnum Lottu.Kirkjutröppuhlaupið fer þannig fram að hlaupið er ein ferð upp allar tröppurnar.

Opnunartími skrifstofu næstu vikurnar

Fram að verslunarmannahelgi verður skrifstofa félagins opin á þesusm tímum: Þriðjudag: 14.00-16.00 Miðvikudag: 11.00-13.00 Fimmtudag: 14.00-16.00.

Fimleikasýning GYS87 - FRÍTT INN

Föstudaginn 6.júlí, kl 19:00, verður fimleikasýning hjá FIMAK.Það eru allir velkomnir, enginn aðgangseyrir er að sýningunni.Fimleikahópurinn GYS 87 frá Danmörku verður með sýninguna sem tekur um 30 mínútur.