01.11.2012
Stjórn Fimleikasambandsins hefur ákveðið að fresta haustmóti áhalda II um óákveðin tíma vegna veðurspá.Við höfum rætt við Veðurstofuna, Vegagerðina og rútufyrirtæki til að fá álit fagaðila og er það samdóma álit allra að ekkert ferðaveður er á morgun föstudag, en eins og sagt er á vef veðurstofu Íslands \"Norðanillviðri á landinu fram á laugardagskvöld, en fer síðan batnandi\".
25.10.2012
Æfing fellur niður hjá laugardagshópum vegna FSÍ móts sem haldið verður dagana 2-4 nóv.í Íþróttahúsi Giljaskóla.Æfingagjöld annarinnar voru reiknuð þannig út að ekki var rukkað fyrir þennan laugardag.
16.10.2012
Laugardaginn næsta, 20.október ætlar RÚV að sýna beint frá úrslitunum á Evrópumótinu í hópfimleikum sem haldið er í Árósum í Danmörku.Ísland sendir að þessu sinni 4 lið til keppni, í kvennaflokki, blandað lið í fullorðinsflokki, stúlknalið og blandað lið í unglingaflokki.
15.10.2012
Á haustmótinu sem haldið verður hér á Akureyri fyrstu helgina í nóvember er stefnan tekin á að taka alla keppnedur upp og birta videoin á samfélagsmiðlinum youtube.Til þess að af verkefninu verði þurfum við að safna styrktaraðilum sem fá að launum auglýsingu á þessum klippum.
11.10.2012
Vegna funda verð ég ekki við eftir hádegi í dag, fimmtudag.Hægt verður að ná í mig kl.09.00-11.00 í fyrramálið, föstudag.
10.10.2012
Helgina 2.-4.nóv verður haldið Haustmót FSÍ í áhaldafimleikum hjá okkur í FIMAK.Þetta er í þriðja skiptið sem við höldum þetta mót og hlökkum mikið til.Eins og áður hefur komið fram getum við ekki haldið mót af þessari stærðargráðu nema með aðstoð foreldra.
08.10.2012
Helgina 2.-4.nóvember verður haldið Haustmót í áhaldafimleikum hér fyrir norðan.Eins og áður fylgir því fullt að krökkum, þjálfurum og fararstjórum sem við höfum reddað gistiaðstöðu yfir helgina með tilheyrandi vinnu.
02.10.2012
Við minnum fólk á að koma tómstundaávísunum frá Akureyrarbæ sem nota á upp í æfingagjöld sem allra fyrst til okkar.Hægt er að skila þeim í póstkassann sem er fyrir utan andyri hússins eða skila þeim til skrifstofunnar á opnunartíma.
01.10.2012
Í þessari viku 1.-6.Október er áhorfsvika hjá FIMAK.Þá er foreldrum/aðstandendum velkomið að koma og horfa á æfingar hjá börnum sínum.Athugið að yngri systkini og vinir /vinkonur mega koma að horfa á en allir áhorfendur eiga að sitja í stúkunni eða á bekkjunum upp við vegginn, alls ekki leika í salnum.
27.09.2012
Þriðjudaginn 02.október verður hægt að kaupa og selja fimleikaföt á fatamarkaði í andyri FIMAK.Markaðurinn verður frá 16:00-19:00.Þeir sem vilja selja föt eiga að skrá sig með tölvupósti á netfangið gvaka73@gmail.