Fréttir

Farastjóranámskeið miðvikudaginn 19.09.2012

ÍBA í samstarfi við ÍSÍ ætlar að bjóða upp á námskeiðið \"Fararstjórar í íþróttaferðum.Námskeiðið fer fram 19.september kl.17.30-19.30.Aðgangur er ókeypis og skráning fer fram með tölvupósti á netfangið iba@iba.

Röskun á starfsemi á morgun vegna viðgerðar hjá Norðurorku

Á morgun fimmtudag, 13.september verður rafmagnið tekið af Giljahverfi kl.17.00 vegna viðgerðar hjá Norðurorku.Af þessum sökum neyðist félagið til að fella niður æfingar sem hefjast 16.

Breyting hjá Parkour 3, tekur strax gildi

Breytingin á tímum hjá Parkour 3: Vegna stundatöflu þjálfara í Parkour 3 þá þurftum við að breyta tímunum og tekur breytingin strax í gildi.Æfingar verða héðan í frá á P-3 á þriðjudögum kl.

Fyrsti hluti æfingagjalda kominn inn

Krafa fyrir fyrsta hluta æfingagjalda haustannar ætti nú að hafa borist skráðum greiðendum í netbanka.

Stundatafla FIMAK haust 2012

Hér má finna stundatöflu FIMAK fyrir haustið 2012.Athugið að stundataflan er birt með fyrirvara um breytingar sem geta átt sér stað á fyrstu vikum annarinnar vegna t.d.brottfalls, breytinga á stundatöflum þjálfara og annarar hagræðingar.

Laugardagshópar

Laugardagshópar eru börn fædd 2009 2008 og 2007.Hóparnir S1 og S2 eru fyrir börn fædd 2009, S3, S4 fyrir börn fædd 2008, S5 er blandaður af börnum fæddum 2008 og 2007.S6 og S7 eru svo fyrir börn fædd 2007.

FIMAK komið í samstarf við Motus

FIMAK er komið í samstarf við Motus og sjá þeir nú um innheimtu á vangoldnum æfingagjöldum fyrir félagið.Ef reikningar eru ógreiddir 15 dögum eftir eindaga fá viðkomandi einstaklingar bréf þar sem þeim gefst kostur á að ganga frá skuld sinni.

Vegna tölvupósts sem sendur var út í morgun

Við viljum benda á að hópanúmer sem send voru út með tölvupóst fyrr í dag eru ekki rétt, við erum ennþá að vinna að niðurröðun í hópa og því er þær upplýsingar ekki marktækar.

Skráning iðkenda, biðlistar og fleira

Af gefnu tilefni viljum við árétta að börn sem æfðu hjá okkur síðasta vetur og kláruðu veturinn eru sjálfkrafa áfram á skrá hjá félaginu.Ef einhver ætla að hætta nú þarf að skrá iðkandann úr félaginu með því að senda tölvupóst á skrifstofa@fimak.

Haustönn hefst mánudaginn 27. ágúst

Haustönnin hjá FIMAK hefst mánudaginn 27.ágúst skv, stundatöflu.Stundatafla er sem stendur í smíðum og verður birt um leið og hún er tilbúin ásamt upplýsingum um hópaskipan.