13.08.2012
Í ágúst verður skrifstofa FIMAK opin kl.08.00-12.00 á virkum dögum.Þar verður hægt að nálgast DVD myndir og ljósmyndir frá vorsýningu FIMAK, ganga frá og semja um ógreidd vanskilagjöld og fleira.
31.07.2012
Íslenska landsliðið í hópfimleikum bæði í kvenna og mix flokki verða með sýningu í íþróttamiðstöðinni við Giljaskóla fimmtudaginn 2.ágúst kl.16.00.Frítt er inn á sýninguna og ætlar FIMAK að vera með sjoppu.
24.07.2012
FIMAK sér um árlegt kirkjutröppuhlaup sem fram fer föstudaginn 3.ágúst kl.16.00.Dagskrá hefst kl.15.00 með heimsókn frá Leikhópnum Lottu.Kirkjutröppuhlaupið fer þannig fram að hlaupið er ein ferð upp allar tröppurnar.
24.07.2012
Fram að verslunarmannahelgi verður skrifstofa félagins opin á þesusm tímum:
Þriðjudag: 14.00-16.00
Miðvikudag: 11.00-13.00
Fimmtudag: 14.00-16.00.
05.07.2012
Föstudaginn 6.júlí, kl 19:00, verður fimleikasýning hjá FIMAK.Það eru allir velkomnir, enginn aðgangseyrir er að sýningunni.Fimleikahópurinn GYS 87 frá Danmörku verður með sýninguna sem tekur um 30 mínútur.
03.07.2012
Nú er allt starfsfólk FIMAK komið í sumarfrí.Skrifstofan verður meira og minna lokuð í júlí, þó verður eitthvað opið síðustu vikuna í júlí.Opnunartíminn verður auglýstur síðar.
03.07.2012
Nú eru allir starfsmenn FIMAK komnir í sumarfrí, skirfstofan verður lokuð meira og minna í júlí.Í síðustu vikunni verður opið einhverja daga og verður sá opnunartími auglýstur síðar.
26.06.2012
Miðvikudaginn 27.júní koma DVD diskarnir frá vorsýningu FIMAK í hús.Hægt verður að nálgast diskana á skrifstofu félagins á eftirtöldum tímum:
Miðvikudagurinn 27.júní: Kl 13.
22.06.2012
Í gær, 21.júní fékk FIMAK afhentan styrk frá Norðurorku til þess að halda æfingabúðir í hópfimleikum í haust og fá hingað erlendan þjálfara til þess að kenna í æfingabúðunum.
18.06.2012
Enn eru laus pláss í námskeiðinu Stúlkur 7-12 ára 3.Það eru líka laus pláss í hópfimleikum og í F1/F2/F3.Á önnur námskeið er orðið fullt.Skráning er hér fyrir neðan ásamt nánari upplýsingum.