25.04.2012
Við höfum fengið ábendingar um að lús sé komin upp í einhverjum skólum bæjarins.Því biðlum við til foreldra að fylgjast vel með börnum sínum og ef lús finnst að halda börnunum heima við á meðan smithætta er fyrir hendi.
16.04.2012
Íþróttamiðstöðin við Giljaskóla verður lokuð sumardaginn fyrsta svo að það verður frí hjá öllum hópum þann dag.
10.04.2012
Æfingar hefjast að nýju í dag, þriðjudag, skv.stundaskrá.
04.04.2012
Mistök voru gerð við skráningu þriðju kröfunnar vegna æfingagjalda á vorönn, eindaginn átti að vera í apríl byrjun ekki maí byrjun.Þessu verður EKKI breytt svo að fólki gefst kostur á að greiða þetta um næstu mánaðarmót.
03.04.2012
Páskafrí hjá öllum hópum nema I1 hófst sunnudaginn 1.apríl.Æfingar hefjast að nýju þriðjudaginn 10.apríl skv.stundaskrá.I1.verður á æfingum mán.-mið.í þessari viku kl.
29.03.2012
Ég verð í leyfi eftir hádegi í dag og á morgun.Mæti aftur til vinnu á mánudagsmorgun.
28.03.2012
Í kvöld fór fram Aðalfundur FIMAK 2012.Fundurinn var vel sóttur og slegist um þau sæti sem laus voru í stjórn og nefndum.Ársreikningar voru samþykktir, ný stjórn fimleikafélagsins var kosin og líflegar umræður átt sér stað.
27.03.2012
Aðalfundur FIMAK sem haldinn verður annað kvöld í Giljaskóla verður fluttur úr matsalnum og yfir í skólastofur 202 og 203.Gengið er inn að norðan verðu og farið uppá aðra hæð.
26.03.2012
Nú er löng helgi að baki hjá Fimleikafélagi Akureyrar þar sem Innanfélagsmót okkar fór fram.Öllum iðkendum gafst kostur á þátttöku og var þátttaka góð.Mótið fór fram í 8 hlutum frá kl.
26.03.2012
Á aðalfundi FIMAK 2011 voru lagðir fram ársreikningar fyrir árið 2010.Þar sem skoðunarmaður reikninga var ekki búinn að fara yfir þá samþykkti fundurinn að þeir væru samþykktir með fyrirvara um að skoðunarmaður reikninga gerði ekki athugasemdir við reikninginn og að þeir yrðu birtir á heimasíðu félagsins undirritaðir.