16.04.2009
Aðalfundur Handknattleiksdeildar KA verður haldinn 16. apríl í KA heimilinu kl. 18:00.
Dagskrá aðalfundar Handknattleiksdeildar KA
Fundur settur.
Kosning fundarstjóra og fundarritara.
Skýrsla stjórnar
Reikningar Handknattleiksdeildar 2008 lagðir fram.
Kosning í stjórn Handknattleiksdeildar
Önnur mál
Allir áhugamenn um handbolta á Akureyri eru hvattir til að mæta.
Kveðja Erlingur formaður
15.04.2009
A-lið 4. flokks lék gegn Haukum í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í gær. Leikurinn fór fram á Ásvöllum en liðin
höfðu endað jöfn að stigum í deildinni. Haukar höfðu hins vegar innbyrðis viðureignirnar á KA. Það er skemmst frá
því að segja að Haukar unnu sanngjarnan sigur 34-30 eftir að hafa verið 18-14 yfir í hálfleik. KA er því úr leik í
A-liðum.
14.04.2009
Stelpurnar í 4. flokk kvenna spiluðu þrjá daga í röð í páskafríinu. Á Íslandsmótinu átti A liðið
eftir einn leik við Fjölni og B liðið átti eftir einn leik gegn HK.
HK ákvað þó að koma með allan sinn flokk hingað norður og nýta tækifærið og spila æfingaleiki við lið KA. Í A
liðum hefur HK verið á miklu skriði í 1. deildinni en eftir slæma byrjun hafa þær unnið sig upp töfluna og sitja nú í 4. sæti
1. deildarinnar.
04.04.2009
/*
Núna að undanförnu hafa verið valin unglingalandslið í handknattleik. KA á heila 7 fulltrúa í bæði 17
ára og 15 ára landsliðum drengja. Eins og fram kom um daginn voru nokkrar stúlkur einnig valdar í landslið.
Rétt fyrir helgi voru 3 KA-menn valdir í U-15 ára landsliðið, þeir Daníel
Matthíasson, Finnur Heimisson og Kristján Már Sigurbjörnsson. Fyrir stuttu voru svo 4 leikmenn frá KA valdir í U-17 landslið. Það eru þeir
Ásgeir Jóhann Kristinsson, Guðmundur Hólmar Helgason, Gunnar Bjarki Ólafsson og Sigþór Árni Heimisson.
Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með valið.
02.04.2009
Æfingar verða á eftirtalda daga um páskana: Fimmtudagur 2. apríl 2009
Mánudaginn 6. apríl 2009
Laugardagur 11. apríl 2009
Fimmtudagur 16. apríl 2009
Mánudagur 20. apríl 2009
Þeir foreldrar sem hafa skráð sig sem fararstjóra í ferðina til Vestmannaeyja hafi samband við undirritaðan strax eftir páska.
Jóhannes G. Bjarnason sími: 662-3200