11.10.2019
Ungmennalið KA tekur á móti Ungmennaliði FH í 4. umferð Grill 66 deildar karla í handboltanum klukkan 20:30 í kvöld. Strákarnir unnu fyrstu tvo leiki tímabilsins en þurftu að sætta sig við tap gegn Þrótti í síðustu umferð og ljóst að okkar flotta lið ætlar sér aftur á sigurbrautina í kvöld
07.10.2019
Það var nóg um að vera hjá yngri flokkunum í handboltanum um helgina en 3. og 4. flokkur kvenna fór suður auk þess sem að stórt 6. flokksmót hjá bæði strákum og stelpum fór fram hér fyrir norðan
07.10.2019
KA sótti HK heim í 5. umferð Olís deildar karla í gær og má með sanni segja að mikið hafi verið undir í leiknum. Fyrir leikinn var KA með 2 stig en nýliðarnir í HK voru án stiga og freistuðu þess að jafna okkar lið að stigum á sama tíma og strákarnir okkar ætluðu sér að stinga heimamenn af
07.10.2019
KA/Þór vann gríðarlega mikilvægan 26-25 sigur á HK í KA-Heimilinu á föstudaginn en leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Stelpurnar voru stigalausar fyrir leikinn en mættu vel stemmdar til leiks, leiddu frá upphafi og sigldu á endanum góðum sigri í hús
04.10.2019
Það er enginn smá leikur framundan í kvöld þegar KA/Þór tekur á móti HK í Olís deild kvenna í handboltanum. Þessi lið hafa barist hart undanfarin ár og má búast við hörkuleik en okkar lið er staðráðið í því að sækja sín fyrstu stig í vetur
04.10.2019
Um helgina fer fram fyrsta umferð Íslandsmóts vetrarins hjá 6. flokki eldra árs drengja og stúlkna en mótið fer fram á Akureyri dagana 5.-6. október og er í umsjón bæði KA og Þór.
01.10.2019
KA tók á móti ÍR í 4. umferð Olís deildar karla í hörkuleik í KA-Heimilinu í gær. Eftir jafnan og spennandi leik voru það gestirnir sem sigu framúr í síðari hálfleik og unnu á endanum sanngjarnan 27-33 sigur