03.09.2022			
	
	Skarphéðinn Ívar Einarsson og Dagur Árni Heimisson hafa báðir gert nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA. Báðir eru þeir gríðarlega efnilegir og spennandi ungir leikmenn sem eru að koma uppúr yngriflokkastarfinu okkar og ekki spurning að báðir eiga þeir framtíðina fyrir sér
 
	
		
		
		
			
					02.09.2022			
	
	Guðlaugur Arnarsson kemur inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla í handbolta. Ásamt því mun Gulli, eins og hann er alltaf kallaður, sjá um U-lið og 3. fl karla með Sverre Jakobssyni
 
	
		
		
		
			
					31.08.2022			
	
	Handboltaveturinn fer af stað á laugardaginn þegar KA sækir Valsmenn heim í leik Meistara Meistaranna og verður ansi spennandi að sjá hvernig strákunum okkar reiðir af í vetur. Við teflum fram ungu og spennandi liði sem er að langmestu leiti byggt upp af strákum sem koma uppúr starfi KA
 
	
		
		
		
			
					30.08.2022			
	
	Hið árlega golfstyrktarmót handknattleiksdeildar KA verður haldið laugardaginn 10. september næstkomandi en leikið er á Jaðarsvelli. Í fyrra mættu 136 kylfingar til leiks og var heldur betur mikið fjör á vellinum
 
	
		
		
		
			
					19.08.2022			
	
	Handboltinn fer aftur að rúlla eftir helgi og hefjast æfingar yngriflokka KA og KA/Þórs á mánudaginn, 22. ágúst. Það er svo sannarlega mikil eftirvænting hjá okkur að byrja aftur og byggja áfram ofan á frábærum árangri undanfarinna ára
 
	
		
		
		
			
					17.08.2022			
	
	KA hefur leik á Ragnarsmótinu í dag er strákarnir sækja heimamenn í Selfoss heim klukkan 18:30 í Set höllinni. Þetta er mikilvægur undirbúningur fyrir komandi handboltavetur en fyrsti leikur tímabilsins er 9. september næstkomandi að Ásvöllum þar sem Haukar taka á móti okkar liði
 
	
		
		
		
			
					11.08.2022			
	
	Hildur Lilja Jónsdóttir stóð í ströngu með U18 ára landsliði Íslands í handbolta sem lék á HM í Norður-Makedóníu á dögunum. Stelpurnar stóðu sig frábærlega á mótinu og náðu á endanum besta árangri hjá íslensku kvennalandsliði í handbolta
 
	
		
		
		
			
					09.08.2022			
	
	Hornamennirnir Allan Norðberg og Jóhann Geir Sævarsson skrifuðu báðir undir nýjan samning við handknattleiksdeild KA og eru nú samningsbundnir félaginu næstu tvö árin. Það er innan við mánuður í fyrsta leik vetrarins og afar jákvætt að þeir Allan og Jói verði áfram innan okkar raða
 
	
		
		
		
			
					09.08.2022			
	
	Það eru spennandi tímar framundan hjá þeim Sunnu Guðrúnu Pétursdóttiu og Ásdísi Guðmundsdóttur en þær halda báðar á ný mið á komandi handboltavetri. Báðar eru þær uppaldar hjá KA/Þór og verið í lykilhlutverki í velgengni liðsins undanfarin ár