Fréttir

Við þurfum á ykkur að halda í stúkunni!

Það er heldur betur stórleikur í KA-Heimilinu á morgun, mánudag, þegar KA/Þór tekur á móti Val klukkan 18:00. Þarna mætast liðin öðru sinni í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta en vinna þarf þrjá leiki til að fara áfram í lokaúrslitin og leiðir Valur einvígið 0-1

Fimm frá KA í U16 sem mætir Færeyjum

KA á fimm fulltrúa í U16 ára landsliðinu í handbolta sem leikur tvo vináttuleiki við Færeyjar í Færeyjum dagana 11. og 12. júní næstkomandi. Þetta eru þeir Dagur Árni Heimisson, Hugi Elmarsson, Jens Bergþórsson, Magnús Dagur Jónatansson og Óskar Þórarinsson

Einvígi Vals og KA/Þórs hefst í kvöld

Handboltaveislan heldur áfram í kvöld þegar Valur og KA/Þór mætast í fyrsta leik sínum í undanúrslitum Íslandsmótsins á Hlíðarenda klukkan 18:00. Liðin mættust í úrslitaeinvíginu um titilinn á síðustu leiktíð og alveg ljóst að svakaleg barátta og skemmtilegir leikir eru framundan

Rakel Sara til liðs við Volda

Rakel Sara Elvarsdóttir mun ganga til liðs við Volda í Noregi á næsta tímabili og hefur skrifað undir tveggja ára samning við liðið. Rakel Sara sem er uppalin í KA/Þór er aðeins 19 ára gömul en hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið lykilhlutverk í okkar liði undanfarin fjögur tímabil

KA tvöfaldur Deildarmeistari í 4. flokk eldri

KA er tvöfaldur Deildarmeistari á eldra ári 4. flokks karla í handboltanum og lyftu bæði lið bikarnum í KA-Heimilinu um helgina. Það er heldur betur bjart framundan hjá þessum strákum en fyrr á árinu varð KA einnig Bikarmeistari í flokknum

Fyrsti í úrslitakeppninni hjá KA/Þór

KA/Þór tekur á móti Haukum klukkan 18:00 í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni í KA-Heimilinu í kvöld. Stelpurnar ætla að byrja af krafti og þurfa svo sannarlega á því að halda að við fjölmennum í stúkuna, áfram KA/Þór!

Myndaveislur frá KA - Haukar og stemningunni

Það var hreint út sagt stórkostlegt að vera í KA-Heimilinu á mánudaginn er KA og Haukar mættust öðru sinni í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta. Strákarnir gátu með sigri tryggt sér sæti í undanúrslitunum og stuðningsmenn KA gerðu heldur betur sitt í baráttunni og fjölmenntu á leikinn

KA - Haukar á KA-TV gegn vægu gjaldi

KA mun í kvöld taka upp þá nýjung að rukka hóflegt gjald fyrir útsendingu KA-TV á leik KA og Hauka í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. Mörg félög á Íslandi hafa tekið þetta skref og hefur stjórn handknattleiksdeildar tekið þá ákvörðun að prófa fyrirkomulagið fyrir leikinn í kvöld. Leikurinn er ekki sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport

Dagur Gauta snýr aftur heim!

Dagur Gautason gengur til liðs við KA á ný á næstu leiktíð en þessi 22 ára gamli vinstri hornamaður er uppalinn hjá KA en hefur leikið undanfarin tvö ár með liði Stjörnunnar í Garðabæ. Það er gríðarlega jákvætt skref að fá Dag aftur heim en Dagur

Miðasala á stórleik KA og Hauka

KA tekur á móti Haukum í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta klukkan 18:30 á mánudaginn. Strákarnir unnu stórkostlegan sigur í fyrsta leiknum á Ásvöllum í gær og klára því einvígið með sigri á heimavelli