20.08.2021			
	
	Vilt þú komast á vegginn í KA-heimilinu? Heimavelli KA og KA/Þór í Olís-deildinni. Nú er það auðveldara en nokkru sinni fyrr. Til þess að gera góðan stuðning enn betri ætla KA og KA/Þór að vera með stuðningsmannavegg í KA-heimilinu í vetur
 
	
		
		
		
			
					19.08.2021			
	
	Það er farið að styttast í handboltaveturinn og munu æfingar hefjast mánudaginn 23. ágúst næstkomandi. Æfingataflan sjálf er í lokayfirferð og verður kynnt um helgina
 
	
		
		
		
			
					12.08.2021			
	
	Það er farið að styttast í komandi handboltavetur og fer hið árlega æfingamót Opna Norðlenska fram nú um helgina. Eins og undanfarin ár er keppt í karla- og kvennaflokki og verður spennandi að sjá stöðuna á liðunum eftir sumarfrí
 
	
		
		
		
			
					20.07.2021			
	
	Dregið var í fyrstu umferðir Evrópubikarkeppni kvenna í dag en Íslandsmeistarar KA/Þórs taka þátt í fyrsta skiptið í Evrópukeppni eftir frábæran árangur á síðustu leiktíð. Raunar ætlaði liðið að taka þátt í Evrópukeppni á síðustu leiktíð en ekkert varð af því vegna Covid veirunnar
 
	
		
		
		
			
					19.07.2021			
	
	Handknattleiksdeild KA í samvinnu við Icelandic Summer Games verður með strandhandboltamót í Kjarnaskógi um verslunarmannahelgina. Mótið hefur slegið í gegn undanfarin ár og stefnum við á að gera enn betur í ár
 
	
		
		
		
			
					18.07.2021			
	
	KA/Þór átti alls fjóra fulltrúa í U19 ára landsliði Íslands í handbolta sem keppti í B-deild Evrópumótsins í Norður Makedóníu sem lauk í dag. Þetta eru þær Anna Marý Jónsdóttir, Júlía Sóley Björnsdóttir, Ólöf Maren Bjarnadóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir
 
	
		
		
		
			
					06.07.2021			
	
	Ásdís Guðmundsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og leikur því áfram með Íslandsmeisturunum. Ásdís sem er 23 ára gömul er uppalin hjá KA/Þór og tók ung skrefið upp í meistaraflokk
 
	
		
		
		
			
					05.07.2021			
	
	Arnór Ísak Haddsson hefur verið valinn í lokahóp U19 ára landsliðs Íslands í handbolta sem keppir á Evrópumeistaramótinu í Króatíu í sumar. Mótið hefst þann 12. ágúst næstkomandi en Ísland er með sterkt lið í árgangnum og ætlar sér stóra hluti á mótinu
 
	
		
		
		
			
					29.06.2021			
	
	Handboltastelpurnar  í KA/Þór áttu stórkostlegt keppnisár og draumurinn um Íslandsmeistaratitilinn er orðinn að veruleika.  Eftir mikla uppbyggingu og vinnuframlag leikamanna, þjálfara, foreldra, stuðnings- og stjórnarmanna er ekki annað hægt en að skyggnast bak við tjöldin og kynnast meisturunum örlítið betur.  N4 hefur unnið að heimildarmynd um gullstelpurnar. 
 
	
		
		
		
			
					23.06.2021			
	
	Lokahóf HSÍ fór fram í hádeginu í dag þar sem handboltaveturinn sem nú er nýliðinn var gerður upp. KA og KA/Þór voru heldur betur sigursæl og rökuðu til sín verðlaunum eftir frábæran vetur þar sem KA/Þór vann alla þrjá titlana sem í boði voru og KA steig mikilvægt skref áfram er liðið komst í úrslitakeppnina