03.06.2021
KA/Þór tók á móti Val í fyrsta leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í KA-Heimilinu í gær í spennuþrungnum leik. Stemningin sem myndaðist í KA-Heimilinu var magnþrungin og átti klárlega stóran þátt í því að stelpurnar unnu 24-21 og geta nú hampað titlinum með sigri fyrir sunnan á sunnudaginn
03.06.2021
KA/Þór vann frábæran 24-21 sigur á Val í fyrsta leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna í KA-Heimilinu í gær og getur því tryggt sér titilinn með sigri í öðrum leik liðanna að Hlíðarenda á sunnudaginn klukkan 15:45
03.06.2021
Dagana 4. - 6. júní 2021 fer fram fjórða umferð Íslandsmótsins í handknattleik hjá 6. flokki karla og kvenna. Leikið er í KA-Heimilinu, Íþróttahúsi Naustaskóla og Íþróttahöllinni. Hér á síðunni ætlum við að reyna að skrá inn úrslit leikjanna eins og ört og tækifæri gefst.
02.06.2021
Úrslitaeinvígi KA/Þórs og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna hefst klukkan 18:00 í kvöld í KA-Heimilinu. Stelpurnar sýndu frábæran karakter og yfirvegun þegar þær kláruðu ÍBV í framlengdum oddaleik fyrir framan stappað KA-Heimili og þær vilja meira
02.06.2021
Bónus og Handknattleiksdeild KA, Kvennaráð KA/Þórs og Unglingaráð KA og KA/Þórs skrifuðu í gær undir samstarfssamning milli aðilana fyrir næsta vetur. Það er mikill kraftur í handboltastarfinu um þessar mundir og það væri ekki hægt án stuðnings öflugra fyrirtækja
02.06.2021
KA/Þór á fjóra fulltrúa í U19 ára landsliði Íslands í handbolta sem tekur þátt í Evrópumótinu í Makedóníu í sumar auk þess sem liðið mætir Færeyjum í æfingaleikjum í lok júní. Hópurinn kemur saman til æfinga þann 18. júní næstkomandi
02.06.2021
KA tók á móti Val í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta í KA-Heimilinu í gær en liðin leika heima og heiman og fer það lið sem hefur betur samanlagt áfram í undanúrslitin. Mikil eftirvænting var fyrir leiknum enda KA loksins komið í úrslitakeppnina á ný
31.05.2021
Eftir langa bið er loksins komið að því að KA taki aftur þátt í úrslitakeppninni í handbolta karla. Strákarnir hefja leik á morgun, þriðjudag, gegn Val í 8-liða úrslitum. Leikið er heima og heiman og það lið sem hefur betur í leikjunum samanlagt fer áfram í undanúrslitin
30.05.2021
KA/Þór tók á móti ÍBV í hreinum úrslitaleik um sæti í lokaúrslitum Íslandsmótsins í handbolta kvenna í KA-Heimilinu í gær. Liðin höfðu unnið sitthvorn leikinn og því ljóst að það lið sem færi með sigur af hólmi myndi fara í lokaúrslitin og mæta þar Val
28.05.2021
Jón Heiðar Sigurðsson, Allan Norðberg, Patrekur Stefánsson og Jóhann Geir Sævarsson framlengdu allir samning sinn við Handknattleiksdeild KA í dag. Þetta eru frábærar fréttir enda leika þeir allir stórt hlutverk í okkar öfluga liði sem hefur leik í úrslitakeppninni á þriðjudaginn er Valsmenn mæta norður