Fréttir

Ásdís og Rut í lokahóp A-landsliðsins

Arnar Pétursson þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta valdi í dag þá 18 leikmenn sem munu taka þátt í forkeppni HM í Skopje í Norður-Makedóníu 19.-21. mars næstkomandi. KA/Þór á tvo fulltrúa í hópnum en það eru þær Ásdís Guðmundsdóttir og Rut Jónsdóttir

Heimaleikur gegn Selfoss í kvöld!

KA fær Selfoss í heimsókn í Olísdeild karla í handboltanum klukkan 19:30 í kvöld. Það má búast við hörkuleik en Selfyssingar eru með 15 stig á meðan KA er aðeins stigi fyrir aftan og klárt mál að strákarnir ætla sér aftur á sigurbrautina

Komdu ársmiðanum þínum í Stubb

Áhorfendur hafa verið leyfðir að nýju á íþróttaleikjum en eins og staðan er núna mega aðeins 142 áhorfendur vera í KA-Heimilinu. Til að bregðast betur við þeirri stöðu hefur Handknattleiksdeild KA ákveðið að stíga skrefið að færa miðasölu yfir í miðasöluappið Stubb

Bjargaðu páskunum með KA lambalæri!

Handknattleiksdeild KA tekur nú við pöntunum á sérstöku KA lambalæri fyrir páskana en lærið sem er 1,9-2,2 kg er í black garlic marineringu og kemur frá Kjarnafæði. Þetta gæðalæri kostar einungis 5.000 krónur stykkið

Kröfum Stjörnunnar vísað frá í máli KA/Þórs

KA/Þór sótti Stjörnuna heim í Olísdeild kvenna þann 13. febrúar síðastliðinn og vann þar 26-27 sigur eftir mikinn baráttuleik. Að leik loknum kom í ljós að mistök höfðu orðið á ritaraborði leiksins með þeim hætti að marki hafði verið bætt við hjá KA/Þór

Strákarnir festust í Safamýrinni

KA sótti Fram heim í 12. umferð Olísdeildar karla í handboltanum í dag en KA liðið var fyrir leikinn ósigrað í sjö síðustu leikjum og hafði unnið sig upp í 3. sæti deildarinnar. Framarar voru hinsvegar aðeins fjórum stigum fyrir aftan í 9. sætinu og því mikið undir hjá báðum liðum

Fjögurra stiga leikur í Safamýrinni kl. 15:00

Leikjaálagið heldur áfram í Olísdeild karla í handboltanum þegar KA sækir Fram heim í Safamýrina klukkan 15:00 í dag. KA liðið sem hefur verið á fljúgandi ferð að undanförnu og er ósigrað í síðustu sjö leikjum sínum situr í 3. sæti deildarinnar fyrir leiki dagsins

KA/Þór áfram á toppnum eftir stórsigur

KA/Þór fékk botnlið FH í heimsókn í Olísdeild kvenna í dag en fyrir leikinn voru stelpurnar á toppi deildarinnar ásamt Fram. Stelpurnar lentu í miklum vandræðum með FH í fyrri leik liðanna og hafði Andri Snær þjálfari liðsins undirbúið liðið vel fyrir átök dagsin

KA skellti toppliðinu (myndaveisla)

KA tók á móti Haukum í KA-Heimilinu í gærkvöldi en leikurinn var frestaður leikur úr 5. umferð Olísdeildarinnar. Liðin höfðu leikið 10 leiki á meðan önnur lið deildarinnar höfðu leikið 11 og deildarkeppnin því hálfnuð eftir kvöldið

142 miðar til sölu á KA - Haukar

KA tekur á móti Haukum í hörkuleik í Olísdeild karla í handboltanum klukkan 18:00 í kvöld en þetta verður fyrsti leikur strákanna þar sem áhorfendur verða leyfðir frá því í haust