Fréttir

Myndaveisla er KA lagði Þór öðru sinni

Þór og KA mættust öðru sinni á skömmum tíma í Höllinni í gær en KA hafði slegið nágranna sína útúr Coca-Cola bikarnum ellefu dögum áður. Nú var hinsvegar leikið í Olísdeildinni en auk montréttsins í bænum börðust liðin fyrir tveimur ansi mikilvægum stigum

Tveir góðir sigrar hjá 4. fl. kvenna um helgina

4. flokkur kvenna í handbolta spilaði loksins, eftir tæplega árs bið, leik á Íslandsmótinu í handbolta. 4. flokkurinn er nokkuð fjölmennur í ár og tefla þær því fram þremur liðum. Um helgina átti KA/Þór 2 leik gegn Fjölni/Fylki 1 og sama dag spilaði svo KA/Þór 3 gegn Fjölni/Fylki 2

Aftur vann KA bæjarslaginn í Höllinni!

KA sótti nágranna sína í Þór heim í Olísdeild karla í dag en liðin mættust nýverið í bikarkeppninni þar sem KA fór með 23-26 sigur eftir ansi krefjandi og erfiðan leik. Leikjaálagið hefur verið svakalegt að undanförnu en leikurinn í dag var sá þriðji á sex dögum hjá strákunum og ljóst að erfitt verkefni biði þeirra í Höllinni

Nágrannaslagur í dag (myndband)

Það er heldur betur skammt stórra högga á milli í handboltanum þessa dagana en KA sækir nágranna sína í Þór heim klukkan 16:00 í Höllinni í dag. Þetta er þriðji leikur liðsins á sex dögum auk þess sem aðeins ellefu dagar eru síðan KA og Þór mættust í Coca-Cola bikarnum

Myndaveisla frá endurkomu KA gegn Val

KA tryggði sér dýrmætt stig gegn Val í KA-Heimilinu í gærkvöldi með ótrúlegri endurkomu á lokamínútum leiksins. Það stefndi allt í sigur gestanna sem leiddu 20-26 er fimm og hálf mínúta var eftir og enn leiddu þeir 23-27 er tæpar þrjár mínútur voru eftir

Stórkostleg endurkoma tryggði KA stig

KA tók á móti Val í Olísdeild karla í handboltanum í kvöld en aðeins munaði einu stigi á liðunum fyrir leikinn og bjuggust flestir við hörkuleik. Það varð heldur betur raunin og ljóst að þessi leikur mun seint renna okkur KA mönnum úr minni

KA - Valur í beinni á KA-TV kl. 19:30

Það er skammt stórra högga á milli í handboltanum þessa dagana en í kvöld tekur KA á móti Valsmönnum aðeins þrem dögum eftir að strákarnir unnu frækinn sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum. Eftir þrjá daga mæta strákarnir svo Þór í öðrum nágrannaslagnum á stuttum tíma

Styrktu KA með áskrift að Stöð 2 Sport!

Nú er í gangi frábært tilboð þar sem þú færð áskrift að Stöð 2 Sport Ísland á sama tíma og þú styrkir handknattleiksdeild KA. Með áskrift að Stöð 2 Sport Ísland færð þú aðgang að öllu íslensku efni á stöðinni og mánaðarverðið er aðeins 3.990 kr. á mánuði

Hrikalega sætur KA sigur á lokasekúndunni

KA sótti ÍBV heim til Vestmannaeyja í Olísdeild karla í handboltanum í kvöld. KA liðið hefur verið á góðu skriði að undanförnu og mættu strákarnir hvergi bangnir á einn erfiðasta útivöll landsins

Landsbyggðarslagur í Eyjum kl. 18:00

KA sækir ÍBV heim í Olísdeild karla í handboltanum klukkan 18:00 í dag en leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs. Strákarnir fóru hinsvegar suður í gær til að tryggja það að leikurinn gæti farið fram í dag