Fréttir

Hrikalega sætur KA sigur á lokasekúndunni

KA sótti ÍBV heim til Vestmannaeyja í Olísdeild karla í handboltanum í kvöld. KA liðið hefur verið á góðu skriði að undanförnu og mættu strákarnir hvergi bangnir á einn erfiðasta útivöll landsins

Landsbyggðarslagur í Eyjum kl. 18:00

KA sækir ÍBV heim í Olísdeild karla í handboltanum klukkan 18:00 í dag en leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs. Strákarnir fóru hinsvegar suður í gær til að tryggja það að leikurinn gæti farið fram í dag

Fríar tækniæfingar í handboltanum

Rétt eins og undanfarin ár verður unglingaráð KA í handbolta með sérhæfðar tækniæfingar í boði fyrir metnaðarfulla iðkendur sína. Áhersla er lögð á einstaklingsfærni svo sem skottækni, gabbhreyfingar og sendingartækni. Þetta er fimmta árið sem þessar æfingar eru í boði og hefur verið mikil ánægja með þessa viðbót í starfið

KA/Þór aftur á toppinn eftir spennuleik

KA/Þór sótti Stjörnuna heim í Garðabæinn í Olísdeild kvenna í handbolta í dag en bæði lið eru í harðri baráttu við toppinn og leikurinn í dag því skólabókardæmi um fjögurra stiga leik. Fram hafði fyrr um daginn unnið sigur á Val og gátu stelpurnar því aftur jafnað við Fram með sigri í Garðabænum

KA/Þór mætir í Garðabæinn kl. 16:00

KA/Þór mætir Stjörnunni í Olísdeild kvenna klukkan 16:00 í TM-Höllinni í Garðabæ. Stelpurnar eru á toppi deildarinnar ásamt Fram eftir átta fyrstu umferðirnar en Garðbæingar eru einungis tveimur stigum á eftir í 4. sætinu

Myndaveislur er KA lagði Þór í bikarnum

KA lagði nágranna sína í Þór að velli er liðin mættust í 32-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta í Höllinni í gær. Leikir liðanna verða iðulega jafnir og spennandi og varð engin breyting þar á í gær. En þegar mest á reyndi voru strákarnir okkar sterkari og sigldu heim 23-26 sigri

KA vann bæjarslaginn og áfram í bikarnum

Einn af leikjum ársins fór fram í kvöld er KA og Þór mættust í 32-liða úrslitum Coca-Cola bikars karla í handboltanum í Íþróttahöllinni. Þetta var fyrsta bikarviðureign liðanna frá árinu 1998 og má vægast sagt segja að bæjarbúar hafi beðið spenntir eftir leiknum

Ásdís og Rut í æfingahópi A-landsliðsins

Arnar Pétursson þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta valdi í dag 19 leikmenn í æfingahóp sem mun æfa á höfuðborgarsvæðinu 17.-21. febrúar næstkomandi. KA/Þór á tvo fulltrúa í hópnum en það eru þær Ásdís Guðmundsdóttir og Rut Arnfjörð Jónsdóttir

Myndir frá bikarsigri KA á Þór 1998

KA og Þór mætast í 32-liða úrslitum Coca-Cola bikars karla klukkan 19:30 í Höllinni í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á RÚV 2. Í gær rifjuðum við upp ógleymanlega viðureign liðanna í bikarkeppninni árið 1998 sem er einmitt síðasti bikarslagur liðanna fyrir leik kvöldsins

4. flokkur vann stórsigur í nágrannaslagnum

KA og Þór mættust í 4. flokki karla yngri í handbolta í kvöld en leikið var í Síðuskóla. Tímabilið er nýlega komið aftur af stað hjá strákunum eftir Covid pásu og var deildarkeppninni endurraðað til að passa upp á að hægt yrði að klára allar deildir