Fréttir

Stórleikur hjá stelpunum í dag

Það er stórleikur á dagskránni í KA-Heimilinu í dag er KA/Þór tekur á móti Fram í Olísdeild kvenna klukkan 15:00. Fram vann bikarúrslitaleik liðanna í fyrra en KA/Þór hefndi fyrir tapið í leik Meistara Meistaranna og má svo sannarlega búast við hörkuleik

Myndaveisla frá leik KA og Aftureldingar

KA tók á móti Aftureldingu í Olísdeild karla í gærkvöldi en þetta var fyrsti leikur liðanna frá byrjun október. Það fór ekki framhjá neinum að spilformið er ekki alveg á sínum stað og tók það liðin smá tíma að finna taktinn

KA fær Aftureldingu í heimsókn í kvöld

Þá er loksins komið að því að karlalið KA í handboltanum haldi áfram baráttunni í Olísdeildinni en í kvöld mætir lið Aftureldingar í KA-Heimilið. Þetta verður fyrsti leikur strákanna síðan 2. október en mikill spenningur er í hópnum og strákarnir eru klárir í slaginn

KA/Þór knúði fram stig gegn toppliðinu

KA/Þór sótti topplið Vals heim í Olísdeild kvenna í handboltanum í kvöld en fyrir leikinn munaði einungis einu stigi á liðunum. Það var því ansi mikið undir og margir sem höfðu beðið spenntir eftir baráttu liðanna

Toppslagur á Hlíðarenda í kvöld

Það er heldur betur stórleikur framundan í Olísdeild kvenna í handboltanum í kvöld þegar KA/Þór sækir Val heim að Hlíðarenda klukkan 18:30. Lið Vals er á toppi deildarinnar með 8 stig en KA/Þór hefur stigi minna og ljóst að gríðarlega mikilvæg stig eru í boði í leik kvöldsins

Myndaveisla frá stórsigri KA/Þórs á HK

KA/Þór fékk HK í heimsókn í Olísdeild kvenna í handbolta í gær. Aðeins munaði einu stigi á liðunum fyrir leikinn en þau börðust hart um sæti í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð og reiknuðu því flestir með hörkuleik

KA/Þór fær HK í heimsókn kl. 18:00

Baráttan heldur áfram í Olís deild kvenna í handboltanum í kvöld þegar KA/Þór fær HK í heimsókn. Athugið að engir áhorfendur eru leyfðir á leikjum þessa dagana en þess í stað verður leikurinn í beinni og því um að gera að fylgjast vel með gangi mála

Spennusigur KA/Þórs á Ásvöllum

Baráttan í Olísdeild kvenna fór aftur af stað í dag er KA/Þór sótti Hauka heim í 4. umferð deildarinnar. Aðeins einu stigi munaði á liðunum fyrir leik og miðað við undanfarna leiki liðanna mátti búast við hörkuleik enda ljóst að gríðarleg barátta verður um efstu fjögur sæti deildarinnar sem gefa sæti í úrslitakeppninni

KA/Þór sækir Hauka heim kl. 16:00

Það er svo sannarlega stórleikur framundan í Olísdeild kvenna í handboltanum í dag þegar KA/Þór sækir Hauka heim klukkan 16:00 á Ásvöllum. Síðustu leikir liðanna hafa verið spennuþrungnir og má heldur betur búast við áframhaldi á því í dag

Komdu á handboltaæfingu!

Heimsmeistaramótið í handbolta er í fullum gangi og um að gera að koma og prófa þessa skemmtilegu íþrótt. Ef þú hefur áhuga á að koma á æfingu og prófa handbolta hjá okkur í KA og KA/Þór þá skaltu ekki hika við að láta sjá þig, þú munt ekki sjá eftir því