Fréttir

Fyrsti bikarslagur KA og Þórs frá árinu 1998

Einn af leikjum ársins fer fram í Íþróttahöllinni á morgun, miðvikudag, er Þór og KA mætast í bikarkeppni karla í handboltanum. Liðin hafa ekki mæst í bikarkeppninni frá árinu 1998 og má með sanni segja að mikil eftirvænting sé fyrir leiknum

KA liðið slátraði ÍR-ingum (myndaveisla)

KA tók á móti ÍR í Olísdeild karla í KA-Heimilinu í gær en fyrir leikinn var KA með 5 stig í hörkubaráttu um miðja deild en ÍR-ingar á botninum án stiga. ÍR hafði þó átt frábæran leik gegn Stjörnunni í síðustu umferð og mátti því reikna með krefjandi viðureign

ÁK Smíði styrkir KA og KA/Þór

ÁK Smíði hefur gert tveggja ára styrktarsamning við handknattleikslið KA og KA/Þórs. ÁK Smíði kemur þar með inn í góðan hóp öflugra bakhjarla handboltans en bæði KA og KA/Þór hafa fest sig í sessi sem lið í efstu deild og situr KA/Þór nú í efsta sæti Olísdeildar kvenna

KA - ÍR kl. 16:00 beint á KA-TV!

KA tekur á móti ÍR í 8. umferð Olísdeildar karla í KA-Heimilinu í dag klukkan 16:00 en fyrir leikinn er KA með 5 stig eftir sex leiki en ÍR er á botni deildarinnar án stiga en hefur rétt eins og KA spilað einum leik minna en flest liðin í deildinni

Myndaveisla er KA/Þór fór á toppinn!

KA/Þór fékk ÍBV í heimsókn í Olísdeild kvenna í handbolta í gær en leikurinn var sá fyrsti í seinni umferðinni. Fyrir leik voru stelpurnar okkar jafnar Val og Fram á toppi deildarinnar með 10 stig en ÍBV var með 7 stig og gat því blandað sér hressilega inn í toppbaráttuna með sigri

KA/Þór - ÍBV í beinni á KA-TV í dag

KA/Þór tekur á móti ÍBV í Olísdeild kvenna í handbolta í KA-Heimilinu klukkan 14:00 í dag. Nú þegar deildin er hálfnuð eru stelpurnar okkar á toppi deildarinnar ásamt Val og Fram með 10 stig en lið ÍBV kemur þar rétt á eftir með 7 stig

Endurkoma KA skilaði stigi í Krikanum

KA sótti FH heim í Olísdeild karla í handboltanum í gærkvöldi en fyrir leikinn voru FH-ingar með 8 stig en KA var með 4 stig en hafði leikið einum leik minna. Strákarnir voru klárir að svara fyrir svekkjandi tap í síðustu umferð og mættu vel stemmdir til leiks

Komdu í handboltaleikjaskóla KA!

Handknattleiksdeild KA bryddaði upp á þeirri nýjung í vetur að bjóða upp á handboltaleikjaskóla fyrir hressa krakka fædd 2015-2017. Viðtökurnar hafa verið frábærar og hefur heldur betur verið gaman að fylgjast með krökkunum kynnast handbolta á skemmtilegan hátt

Útileikur í Kaplakrika kl. 19:30 í kvöld

Baráttan heldur áfram í Olísdeild karla í handboltanum í kvöld er KA sækir FH heim í Kaplakrika klukkan 19:30. Það eru mikilvæg stig í húfi en FH er með 8 stig í 2.-5. sæti deildarinnar á sama tíma og KA er með 4 stig í 8. sætinu en á leik til góða á FH

Flottur árangur á fyrsta móti vetrarins

Eftir um árshlé vegna Covid veirunnar fengu 5. og 6. flokkur í handboltanum loks að spreyta sig er fyrstu mót ársins fóru fram um helgina. Það var heldur betur eftirvænting og stemning hjá krökkunum okkar að fara suður að keppa og úr varð flott helgi