Fréttir

Arnór Ísak og Haraldur Bolli í U19

KA á tvo fulltrúa í æfingahóp U19 ára landsliðs Íslands í handbolta sem undirbýr sig fyrir EM í Króatíu sem fer fram í sumar. Þetta eru þeir Arnór Ísak Haddsson og Haraldur Bolli Heimisson en báðir hafa þeir fengið tækifærið með meistaraflokksliði KA í vetur

Myndir frá Íslandsmeisturum KA í 4. flokki

KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í 4. flokki yngri í handboltanum um helgina þegar strákarnir unnu frábæran 15-20 sigur á Aftureldingu í úrslitaleik. Strákarnir töpuðu ekki leik allan veturinn og standa því uppi sem Íslands- og Deildarmeistarar

KA Íslandsmeistari í 4. flokki yngri

KA og Afturelding mættust í úrslitaleik Íslandsmótsins í 4. flokki karla yngri í dag en allir úrslitaleikir yngriflokka í handboltanum fóru fram í dag að Varmá í Mosfellsbæ. Lið Aftureldingar var því á heimavelli en þarna mættust tvö bestu lið landsins

Sigurmyndband Íslandsmeistara KA/Þórs

KA/Þór varð Íslandsmeistari kvenna í handbolta á dögunum eins ætti ekki að hafa farið framhjá neinum. Stelpurnar áttu stórkostlegt tímabil sem þær hófu á því að verða Meistarar Meistaranna, tryggðu sér svo Deildarmeistaratitilinn eftir harða baráttu og loks sjálfan Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa unnið Val í úrslitaeinvíginu

Rut og Árni Bragi best á lokahófi KA og KA/Þórs

Lokahóf handknattleiksdeildar KA og KA/Þórs var haldið með pompi og prakt í gær á Vitanum. Frábærum handboltavetri var þar fagnað vel og innilega þar sem Íslandsmeistaratitill KA/Þórs stóð að sjálfsögðu uppúr

7 frá KA og KA/Þór í handboltaskóla HSÍ

Handboltaskóli HSÍ og Alvogen fyrir unga og efnilega iðkendur fer fram um helgina og eiga KA og KA/Þór alls sjö fulltrúa að þessu sinni. Þau Halldór Jóhann Sigfússon og Rakel Dögg Bragadóttir stýra skólanum auk fleiri þrautreyndra þjálfara

17 frá KA og KA/Þór í æfingahópum U15

Æfingahópar U15 ára landsliða Íslands í handbolta hafa verið gefnir út og eiga KA og KA/Þór alls 17 fulltrúa í hópunum. Landsliðshóparnir munu æfa fyrir sunnan helgina 18.-20. júní næstkomandi og er afar gaman að sjá jafn marga úr okkar röðum fá kallið að þessu sinni

KA/Þór Íslandsmeistari! (myndaveisla)

KA/Þór tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skiptið í sögunni með fræknum sigri á Val í Valsheimilinu í gær. Fjölmargir stuðningsmenn lögðu leið sína á leikinn og úr varð frábær stemning og stórkostleg sigurhátið í leikslok

KA í lokaúrslit í 4. flokki yngri

Strákarnir á yngra ári í 4. flokki karla í handboltanum leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn en strákarnir tryggðu sér sæti í úrslitunum með frábærum 31-16 sigri á HK í KA-Heimilinu í dag

Miðasalan er hafin á Valur - KA/Þór

Miðasalan er í fullum gangi á leik Vals og KA/Þórs að Hlíðarenda klukkan 15:45 á sunnudaginn. Stelpurnar tryggja sér sjálfan Íslandsmeistaratitilinn með sigri og við ætlum að fylla kofann