Fréttir

Rakel Sara valin í Respect Your Talent

Evrópska Handknattleikssambandið, EHF, hefur sett af stað nýtt framtak þar sem ungar og efnilegar handboltakonur munu koma saman í svokallaðar leikmannabúðir og fá þar leiðsögn frá nokkrum af bestu handboltakonum sögunnar. Markmið búðanna er að efla þróun leikmannanna utan vallar

Stórleikur KA og Stjörnunnar í kvöld!

Olís deild karla í handboltanum fer aftur af stað í kvöld eftir landsleikjapásu og það með engum smá leik. KA tekur á móti Stjörnunni í KA-Heimilinu í kvöld klukkan 19:00 og má búast við hörkuleik. Fyrir leikinn er KA með 4 stig í 7. sæti deildarinnar en gestirnir eru aðeins einu stigi á eftir í 10. sætinu

Myndaveisla frá sigri KA á Þór 2 í 4. flokki

Það var bæjarslagur í Síðuskóla í gær þegar KA og Þór 2 mættust í 4. flokki karla. Fyrir leikinn var KA liðið með 4 stig af 6 mögulegum en Þórsarar voru við botninn með 1 stig. Það var því smá pressa á strákunum okkar að klára leikinn í gær og það gerðu þeir svo sannarlega

Risaleikur gegn Stjörnunni á miðvikudaginn

KA tekur á móti Stjörnunni í RISA leik í Olís deild karla á miðvikudaginn kl. 19:00. Liðin gerðu ævintýralegt jafntefli í fyrra þar sem KA liðið jafnaði metin á lokasekúndunum og allt sauð uppúr. Nú ætla strákarnir sér sigurinn með ykkar aðstoð

Bæjarslagur í bikarnum í 3. flokki

Það er enginn smá leikur framundan í KA-Heimilinu í kjölfarið af meistaraflokksleik KA og Stjörnunnar á miðvikudaginn. KA tekur nefnilega á móti Þór í Bikarkeppninni í 3. flokki karla og hefst leikurinn klukkan 21:15. Það má búast við svakalegum leik eins og venjulega þegar þessi lið mætast og verður hart barist um montréttinn

Myndaveisla frá sigri KA/Þórs á ÍBV

KA/Þór gerði sér lítið fyrir og vann glæsilegan 20-18 sigur á ÍBV í KA-Heimilinu í gær. Stigin tvö voru gríðarlega mikilvæg en liðin berjast hart um sæti í úrslitakeppninni í vor og sitja stelpurnar einmitt í 4. sætinu eftir þennan góða sigur

Magnaður fyrsti sigur KA/Þórs á ÍBV

KA/Þór fékk ÍBV í heimsókn í dag en leikurinn var liður í 6. umferð Olís deildar kvenna. KA/Þór fór vel af stað og leiddi í upphafi 3-1. Í kjölfarið efldust Eyjastúlkur, jöfnuðu leikinn og náðu í kjölfarið tveggja marka forystu 3-5.

Mikilvæg stig í húfi í dag hjá KA/Þór

Það er stórleikur í KA-Heimilinu í dag þegar KA/Þór tekur á móti ÍBV í gríðarlega mikilvægum leik í Olís deild kvenna kl. 16:00. Aðeins einu stigi munar á liðunum fyrir leikinn en bæði lið ætla sér í úrslitakeppnina í vor og ljóst að stigin tvö sem í boði eru skipta miklu máli

8 fulltrúar KA og KA/Þórs í Hæfileikamótun HSÍ

Hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins fór fram í Garðabæ um helgina. Þar æfðu strákar og stelpur fædd árið 2006 undir stjórn þeirra Halldórs Jóhanns Sigfússonar og Rakelar Dögg Bragadóttur. Þá hélt Bjarni Fritzson áhugaverðan fyrirlestur fyrir krakkana

Myndaveislur frá leik KA/Þórs og Vals

KA/Þór tók á móti Íslandsmeisturum Vals í KA-Heimilinu á fimmtudaginn í Olís deild kvenna. Stelpurnar gerðu gríðarlega vel í fyrri hálfleik og úr varð hin mesta skemmtun. Því miður tókst liðinu ekki að halda í við firnasterkt lið gestanna í síðari hálfleik sem unnu að lokum 24-32 sigur