09.11.2019
Ungmennalið KA sótti Þórsara heim í Höllina í Grill 66 deild karla í gærkvöldi í alvöru bæjarslag. Þórsarar sem ætla sér uppúr deildinni voru taplausir fyrir leikinn en á sama tíma hafði hið unga KA lið sýnt flotta takta það sem af var vetri og var því búist við hörkuleik
09.11.2019
Það er heldur betur krefjandi verkefni framundan hjá KA/Þór í dag þegar liðið sækir Fram heim klukkan 14:00. Framarar hafa gríðarlega sterku liði á að skipa en stelpurnar okkar hafa unnið síðustu þrjá leiki sína og mæta því fullar sjálfstrausts í leikinn
06.11.2019
KA/Þór hóf leik í Coca-Cola bikarnum í kvöld er liðið sótti Selfyssinga heim í 16-liða úrslitum keppninnar. KA/Þór hefur farið vel af stað í Olís deildinni í vetur en heimakonur eru í toppbaráttunni í Grill 66 deildinni. Það var því frekar snúið að ráða í leikinn áður en leikar hófust
06.11.2019
KA/Þór hefur leik í Coca-Cola bikarnum í dag þegar liðið sækir Selfoss heim klukkan 19:30. Leikurinn er liður í 16-liða úrslitum keppninnar og er klárt mál að stelpurnar ætla sér áfram í næstu umferð. Við hvetjum ykkur eindregið til að fylgjast með leiknum á Selfoss-TV ef þið komist ekki á leikinn
04.11.2019
KA tók á móti Þór í hörkubikarslag í 4. flokki karla í KA-Heimilinu í dag. Eins og svo oft áður þegar þessi lið mætast varð háspennuleikur og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins. Þórir Tryggvason ljósmyndari var á svæðinu og er hægt að skoða myndir hans frá leiknum með því að smella á myndina hér fyrir neðan
03.11.2019
KA/Þór sótti Aftureldingu heim í 7. umferð Olís deildar kvenna í dag og má svo sannarlega segja að mikið hafi verið undir hjá báðum liðum. Fyrir leikinn var KA/Þór í 4. sæti deildarinnar en gríðarleg barátta er framundan um sæti í úrslitakeppninni í vor og þurfti liðið því á stigunum tveim að halda. Heimastúlkur voru hinsvegar stigalausar á botninu og ætluðu sér stigin til að koma sér inn í baráttuna
03.11.2019
Ungmennalið KA tók í dag á móti Gróttu í hörkuleik í Grill 66 deild karla. Strákarnir höfðu fyrir leikinn unnið alla þrjá heimaleiki sína í vetur og var stefnan klárlega sett á tvö stig gegn öflugu liði Seltirninga. Grótta er með töluvert breytt lið frá því í fyrra þegar liðið féll úr deild þeirra bestu og er liðið að koma sér betur og betur í gang
03.11.2019
KA sótti Fram heim í 8. umferð Olís deildar karla í gær en leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Fyrir leikinn voru Framarar stigi fyrir ofan KA liðið en bæði lið ætla sér í úrslitakeppnina í vor og því mikilvæg stig í húfi, auk þess sem að sigur í innbyrðisleikjunum getur vegið eins og aukastig þegar upp verður talið í vor
02.11.2019
Handknattleiksdeild KA hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Tarik Kasumovic. Ákvörðunin er tekin af fjárhagslegum forsendum en Tarik sem gekk til liðs við KA fyrir síðasta tímabil hefur verið lykilmaður í liði KA
01.11.2019
Meistaraflokksliðin okkar í handboltanum leika öll um helgina en KA og KA/Þór fara suður og fá bæði sjónvarpsleik á Stöð 2 Sport. Ungmennalið KA tekur hinsvegar á móti Gróttu í KA-Heimilinu á sunnudaginn og því nóg um að vera í handboltanum