Fréttir

Myndaveislur frá sigri KA/Þórs á HK

KA/Þór vann gríðarlega mikilvægan 26-25 sigur á HK í KA-Heimilinu á föstudaginn en leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Stelpurnar voru stigalausar fyrir leikinn en mættu vel stemmdar til leiks, leiddu frá upphafi og sigldu á endanum góðum sigri í hús

Stórleikur hjá KA/Þór í kvöld!

Það er enginn smá leikur framundan í kvöld þegar KA/Þór tekur á móti HK í Olís deild kvenna í handboltanum. Þessi lið hafa barist hart undanfarin ár og má búast við hörkuleik en okkar lið er staðráðið í því að sækja sín fyrstu stig í vetur

Íslandsmót 6. flokks karla og kvenna um helgina

Um helgina fer fram fyrsta umferð Íslandsmóts vetrarins hjá 6. flokki eldra árs drengja og stúlkna en mótið fer fram á Akureyri dagana 5.-6. október og er í umsjón bæði KA og Þór.

Myndaveislur frá leik KA og ÍR

KA tók á móti ÍR í 4. umferð Olís deildar karla í hörkuleik í KA-Heimilinu í gær. Eftir jafnan og spennandi leik voru það gestirnir sem sigu framúr í síðari hálfleik og unnu á endanum sanngjarnan 27-33 sigur

Stórleikur gegn ÍR í KA-Heimilinu í kvöld

Það verður svo sannarlega hart barist í KA-Heimilinu í kvöld þegar KA tekur á móti ÍR í 4. umferð Olís deildar karla í handbolta. Liðin gerðu dramatískt jafntefli á síðustu leiktíð þar sem allt sauð uppúr að leik loknum og má búast við að það verði háspenna lífshætta í viðureign liðanna í kvöld

KA U valtaði yfir ungmennalið Stjörnunnar

Ungmennalið KA tók á móti ungmennaliði Stjörnunnar í Grill 66 deild karla í gær. KA strákarnir komu vel stemmdir til leiks og tóku strax frumkvæðið í leiknum. Eftir tíu mínútna leik var staðan 7-4 en þar með hófst einhver ótrúlegasti leikkafli sem sést hefur í langan tíma

KA U tekur á móti Stjörnunni U í kvöld

Baráttan heldur áfram í Grill 66 deild karla í kvöld þegar ungmennalið KA tekur á móti ungmennaliði Stjörnunnar í KA-Heimilinu klukkan 19:00. Strákarnir unnu frækinn sigur á Víkingum í fyrsta leik vetrarins og ætla sér að sjálfsögðu sigur í kvöld!

Sannfærandi útisigur á Fjölni

KA sótti Fjölnismenn heim í 3. umferð Olís deildar karla í gær en fyrir leikinn var KA liðið án stiga en heimamenn höfðu unnið góðan sigur í nýliðaslag gegn HK. Þrátt fyrir stigaleysið hafði KA liðið verið að spila vel og ljóst að ef strákarnir myndu halda áfram sinni spilamennsku myndu fyrstu stigin koma í hús

Stjarnan lagði KA/Þór í Garðabænum

Kvennalið KA/Þórs lék sinn annan leik í vetur í gær er liðið sótti Stjörnuna heim í Garðabæinn. Stelpurnar höfðu tapað fyrsta leik sínum gegn sterku liði Fram á sama tíma og Stjörnukonur unnu góðan útisigur á Haukum og voru því með 2 stig fyrir leikinn

KA U vann sannfærandi sigur í fyrsta leik

Ungmennalið KA hóf leik í Grill 66 deildinni í kvöld er liðið tók á móti Víking. Gestirnir voru hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í Olís deildinni í fyrra á sama tíma og KA U vann sigur í 2. deildinni og mátti því búast við erfiðum leik